Innlent

Mann­leg mis­tök urðu til þess að skútan strandaði

Sylvía Hall skrifar
Alls voru 18 manns um borð í bátnum.
Alls voru 18 manns um borð í bátnum. vísir/jói k.

Skútan Ópal sem strandaði við Lundey á Kollafirði í gærkvöldi lenti upp á sandrifi á leið til hafnar í Reykjavík í gærkvöld. Útgerð skútunnar segir að um mannleg mistök séu að ræða.

Þetta kemur fram á vef RÚV þar sem rætt er við Valdimar Halldórsson, framkvæmdastjóra Norðursiglingar. Hann segir engar skemmdir hafa orðið á skipinu við fyrstu sýn, en skipið var í kvöldsiglingu með ferðamenn.

Sjá einnig: Mikill viðbúnaður vegna skútu sem strandaði við Lund­ey

Átján manns voru um borð þegar atvikið átti sér stað og voru björgunarsveitir, þyrla Landhelgisgæslunnar og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kölluð út. Virkja átti samhæfingarmiðstöð Almannavarna en áhöfninni tókst að losa Ópal af strandstað um 25 mínútum eftir að útkallið barst.

Skútan sigldi aftur til hafnar fyrir eigin vélarafli í fylgt með hafnsögubátnum Jötni. Hún kom svo til hafnar á Miðbakkanum í Reykjavík skömmu fyrir klukkan hálf tólf í fylgd björgunarsveita þar sem lögregla tók á móti skipverjum og farþegum í landi.

Valdimar segir óhappið hafa verið tilkynnt til neyðarlínunnar um leið og lögregla hafi tekið skýrslu af áhöfninni. Norðursigling hafi svo haft samband við farþega og engum hafi orðið meint af.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×