Flugvél Icelandair hlekktist á eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 7. febrúar 2020 15:52 Mynd tekin innan úr vélinni eftir lendingu rétt fyrir klukkan fjögur. Matthildur Sigurðardóttir Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Boeing 757-vél Icelandair með 160 farþega og sex áhafnarmeðlimi innanborðs sem lenti klukkan 15:34 á Keflavíkurflugvelli í dag hlekktist á eftir lendingu. Rauðu hættustigi var lýst yfir á flugvellinum klukkan 15:45 þegar tilkynnt var um brotinn hjólabúnað á vélinni sem kom til Íslands frá Berlín. Engin slys urðu á fólki samkvæmt tilkynningu Icelandair. Einn farþeganna lýsti því við fréttastofu skömmu eftir lendingu hvernig annar hreyfill vélarinnar snerti flugbrautina en það má sömuleiðis sjá af myndunum sem fylgja fréttinni. Í myndbandinu fyrir neðan má heyra flugstjórann í vélinni tjá farþegum um möguleikann á áfallahjálp eða læknisaðstoð. Þá mynduðust eldglæringar við atvikið en eins og venja er í svona aðstæðum var vélin umsvifalaust umkringd slökkvibílum. Eftir því sem Vísir kemst næst varð hins vegar strax ljóst að enginn eldur hafði kviknað. Flugstjóri vélarinnar tjáði farþegum vélarinnar að ef einhver þyrfti á áfallahjálp eða læknisaðstoð að halda ætti að láta vita. Viðbragðs- og áfallateymi hafa jafnframt verið virkjuð að því er segir í tilkynningu Icelandair. Þá er unnið að því að koma farþegum frá borði. „Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir,“ segir í tilkynningu flugfélagsins sem sjá má í heild sinni hér neðar í fréttinni. Eins og sjá má á myndinni snertir annar hreyfillinn flugbrautina.@leverflyer á IG Mikill vindur er á Keflavíkurflugvelli og engir landgangar í notkun. Notast hefur verið við stigabíla og rútur og hefur það gengið vel að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia. Tilkynning Icelandair vegna málsins: „Flugvél Icelandair frá Berlín sem lenti klukkan 15:34 í Keflavík hlekktist á eftir lendingu. Engin slys urðu á fólki og unnið er að því að koma farþegum frá borði. Viðbragðs- og áfallateymi hafa verið virkjuð. Haft hefur verið samband við Rannsóknarnefnd Samgönguslysa. Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu en við munum senda frá okkur frekari upplýsingar um leið og þær liggja fyrir.“ Fréttin var uppfærð kl. 18:34.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira