Vantar mannskap til að halda uppi transteymi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 19:29 Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“ Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Þrátt fyrir að fjöldi trans barna sem leitar til BUGL hafi fimmfaldast á síðustu tíu árum hefur verið ákveðið að leggja niður transteymið. Guðrún B. Guðmundsdóttir, yfirlæknir BUGL, segir þjónustu þó enn vera fyrir hendi. Bara ekki í teymi heldur á göngudeild. „Við höfum bara ekki fólk sem skýrist eðal annars af því að Landspítali er orðinn láglaunasvæði. Við fáum ekki fólk og það sem er hér fer annað vegna launanna.“ Foreldrum þeirra 48 barna sem nú fá meðferð hjá BUGL var tilkynnt um breytingarnar í byrjun árs. Þrjár mæður segja í viðtali við Mannlíf að það sé mikið áfall að ekki verði haldið sérstaklega utan um þennan hóp. Börnin glími oft við mikla vanlíðan, þunglyndi og sjálfsvígshugsanir Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir fjórtán ára trans drengs sem bíður meðferðar hjá BUGL, segir þau mæðgin hafa vonast til að komast að nú fljótlega eftir áramót. „Svo fréttum við bæði að það sé ekkert transteymi til lengur og þá tekur við gífurleg óvissa. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli hvernig mér líður en barninu líður gífurlega illa. Hann er í mikilli óvissu, að bíða og bíða án þess að vita hvað gerist. Anna Sigríður Þráinsdóttir, móðir 14 ára transdrengs, segir mikið áfall að búið sé að leggja niður transteymi BUGL.vísir/baldur Í fyrra voru lög um kynrænt sjálfræði samþykkt þar sem skýrt er tekið fram að þverfaglegt teymi skuli sinna transbörnum. Þótt um lögbundna þjónustu sé að ræða fylgdi ekkert fjármagn lagasetningunni. Nú mun trans börnum vera sinnt á göngudeild ásamt öðrum börnum. Guðrún segir að nýta þurfi allt starfsfólk til að sinna þeim börnum, næg séu verkefnin og 102 börn á biðlista. Ef starsfólk er sett sérstaklega í transteymið þá bitni það á annarri starfsemi. Anna Sigríður segir mikinn mun fyrir drenginn sinn að fara í sérhæft teymi eða á almenna göngudeild. „Auðvitað hefði verið best að það væri hópur fólk sem við myndum kynnast, sem við fengjum að ganga í gegnum þetta verkefni með og héldi svona í hendina á okkur,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst bara að heilbrigðisyfirvöld þurfi að hysja upp um sig.“
Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Fleiri fréttir „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Ófrjó eftir aðgerð en fær engar miskabætur Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Sjá meira
Foreldrar transbarna í öngum sínum Transteymi BUGL hefur verið lagt niður og þjónustan verður nú í boði á göngudeild. Mæður transbarna segja þetta lífshættulega ákvörðun og benda á að í lögum um kynrænt sjálfræði sé kveðið á um þverfaglegt transteymi. 7. febrúar 2020 15:30