Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:25 Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Vesturbyggð Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47
„Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42