Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:25 Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Vesturbyggð Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47
„Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42