Bæjarstjóri segir ekki rétt að kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 11:25 Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. Vesturbyggð Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla. Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir það ekki rétt að erindum eða kvörtunum vegna mála er varða einelti sé ekki svarað. Foreldrar nemenda við Patreksskóla hafa lýst yfir óánægju með skort á upplýsingum um eineltismál sem kom upp í skólanum. Sjá einnig: „Þetta er bara látið malla“ María Ósk Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Vesturbyggðar, óskaði eftir tímabundnu leyfi frá störfum í bæjarstjórn í kjölfar ásakana á hendur henni um einelti. Tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað Maríu, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. Annar þeirra sem sagði upp hefur ákveðið að leitað réttar sína vegna málsins. Var haft eftir lögfræðingi þess að það hafi verið skýr niðurstaða eineltisteymis sveitarfélagsins að um einelti hafi verið að ræða. Halldór Traustason, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og faðir nemenda við Patreksskóla.Aðsend Foreldrafundir í næstu viku Í morgun var svo greint frá áhyggjum Halldórs Traustasonar, varabæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og föður nemenda við Patreksskóla, vegna málsins. Hann kvað upplýsingagjöf stjórnenda til foreldra skólans hafa verið litla sem enga. Þá velti hann upp spurningum á Facebook í tengslum við málið, m.a. hvers vegna skólastjóri, sem og bæjaryfirvöld, hefðu vitað af meintu einelti en ekki gripið inn í. Þá spurði hann einnig hvort eðlilegt teldist að meintur gerandi tæki við bekk annars af meintum þolendum. Rebekka Hilmarsdóttir bæjarstjóri Vesturbyggðar segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að ekki sé rétt að erindum eða kvörtunum vegna eineltismála sé ekki svarað. Mál sem þessi séu trúnaðarmál, sem starfsmönnum sveitarfélagsins sé óheimilt að tjá sig um. Hún geti að öðru leyti ekki tjáð sig um málið. Halldór sagði í samtali við Vísi að foreldrar óskuðu eftir íbúafundi vegna málsins. Rebekka segir að hvorki bæjarstjórn né sveitarfélaginu hafi borist formlegar beiðnir um slíkan fund. Þó séu fyrirhugaðir fundir í næstu viku með foreldrum Patreksskóla.
Stjórnsýsla Vesturbyggð Tengdar fréttir Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23 Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47 „Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Óskar eftir leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi Vesturbyggðar vegna eineltismáls Bæjarfulltrúi í Vesturbyggð hefur óskað eftir tímabundnu leyfi frá störfum í kjölfar þess að tveir starfsmenn við Patreksskóla sögðu upp störfum á síðasta ári eftir að hafa sakað bæjarfulltrúann, sem einnig starfar við skólann, um eineltistilburði. 3. febrúar 2020 08:23
Sögðu upp í kjölfar meints eineltis sveitarstjórnarmanns í Vesturbyggð Kennari við Patreksskóla á Patreksfirði í Vesturbyggð, sem sagði upp störfum á síðasta ári, hefur ákveðið að leita réttar síns þar sem hann segist hafa orðið fyrir eineltis af hálfu sveitarstjórnarmanns í sveitarfélaginu. 31. janúar 2020 07:47
„Þetta er bara látið malla“ Foreldrar í Vesturbyggð vilja að íbúafundur verði haldinn vegna eineltismáls sem kom upp í Patreksskóla. 7. febrúar 2020 08:42