Gefur Renda tertu í tilefni af draugslegri rannsókn á starfsemi Lindarhvols Jakob Bjarnar skrifar 7. febrúar 2020 13:15 Skafti segir að örfáum einstaklingum, embættismönnum og vildarvinum hafi verið falið að selja ríkiseigur fyrir milljarða króna án nokkurs eftirlits svo að vitað sé. Skafti Harðarson formaður Samtaka skattgreiðenda, tók sig til nú rétt í þessu og afhenti Ríkisendurskoðanda tertu. Tilefnið er kúnstugt. „Með þessari súkkulaðiköku er ég að vekja athygli á því að nú eru tvö ár liðin frá því að starfsemi Lindarhvols var formlega hætt. Það er með ólíkindum hve lengi við skattgreiðendur eigum að bíða eftir að fá sjálfsagðar upplýsingar um starfsemi þessa félags sem sýslaði með milljarða króna eigur skattgreiðenda,“ segir Skafti. Af þessum orðum Skafta má ráða að hátíðlega gjöf sé með ískrandi háðskum undirtóni. Ógagnsæi um reksturinn Fyrir tveimur árum, þann 7. febrúar 2018, birtist tilkynning sem lítið fór fyrir á vefsíðu Lindarhvols (Lindarhvolleignir.is). Hún greindi frá því að starfsemi félagsins væri lokið og að samningur Lindarhvols við ráðuneytið félli niður frá og með 7. febrúar 2018 og í kjölfarið yrði félaginu slitið. Fjölmiðlar hafa ekki haft erindi sem erfiði við eftirgrennslanir sínar. Þannig sendi Vísir fyrirspurn til Ríkisendurskoðanda fyrir um hálfum mánuði sem ekki var svarað. Markaður Fréttablaðsins birti frétt fyrir um viku þar sem fram kemur að hlutaeigandi hafi fengið drög til umsagnar. Þar virðist sem menn séu að séu að safna vopnum sínum. „Stjórn Lindarhvols gerir margvíslegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem telur um 70 blaðsíður en er ekki endanleg útgáfa, í afar ítarlegri umsögn sem hún skilaði til stofnunarinnar síðastliðinn föstudag,“ segir þar. Tertan er glæsileg en tilefnið orkar tvímælis. Lindarhvoll ehf. stofnað 15. apríl 2016. Í því átti að halda utan um eigur ríkisins í mismunandi einkahlutafélögum sem féllu til vegna nauðasamninga við slitabú föllnu bankanna. Á huldu er hve miklum eða hve verðmætum eignum þeim einstaklingum, sem sátu í stjórn Lindarhvols, var treyst fyrir. Af lestri ársreikninga þeirra er ljóst að þar í gegn runnu himinháar fjárhæðir. Skafta er ekki skemmt. „Mikið var talað um gagnsæi þegar einkahlutafélagið Lindarhvoll var stofnað inni í fjármálaráðuneytinu – en enginn hefur hugmynd um hve miklar eignir fóru þarna um, hverjir keyptu þær, á hvaða verði og hvort almennilega var staðið að þessu. Raunar grunar mig að þarna hafi pottur illilega verið brotinn en lögbundinni úttekt á starfseminni hefur ekki enn verið lokið nú tveimur árum síðar! Henni hefði átt að ljúka einhverjum mánuðum eftir að starfseminni lauk en ég held að þetta sé orðið að heitri kartöflu í kerfinu.“ Úthlutuðu eigum almennings fyrir milljarða króna Skafti bendir á að fullkomið ógagnsæi hafi ríkt um starfsemi Lindarhvols, þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og raunar allra flokka á Alþingi. Skapti kátur með tertuna. En, honum er ekki skemmt þegar tveggja ára rannsókn á Lindarhvoli er annars vegar og spyr hvað það er sem dvelur orminn langa. „Staðreyndin er sú að örfáum einstaklingum, embættismönnum og vildarvinum var falið að selja ríkiseigur fyrir milljarða króna án nokkurs eftirlits svo að vitað sé. Þess var gætt að ekkert væri um félagið að finna á „opnir reikningar“. Ættu skattgreiðendur að óttast eitthvað, er það ógagnsæ meðferð á eignum ríkisins.“ Skafti lofar því að mæta með köku að ári ef úttektinni verður ekki lokið þá. Það er eins og hann geri ekkert síður ráð fyrir því. „Eina sem við skattgreiðendur vitum núna er að stjórn Lindarhvols hefur upplýst fjölmiðla um að hún sé ósátt við drögin að úttektinni og skilað tugum blaðsíðna af athugasemdum. Ætli við skattgreiðendur fáum ekki reikninginn fyrir þessum athugasemdum frá lögmannsstofu nefndarinnar en sumir virðast hreinlega hafa komist yfir gullgerðarvél, þegar kemur að fjármunum ríkisins. Og það er galið!“ segir Skafti sem veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja. Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Skýrsla um Lindarhvol tilbúin til yfirlestrar Hópur þingmanna óskar eftir sérstakri skýrslu um Lindarhvol þó stjórnsýsluúttekt sé á lokametrum. 13. desember 2019 13:59 Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Stjórnarformaður fékk greiddar tæpar 327 þúsund fyrir hvern fund. 1. október 2019 10:43 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Ríkið fékk meira en milljarði minna Verðið í kaupum framtakssjóðs og einkafjárfesta á Lyfju af íslenska ríkinu í fyrra var meira en milljarði lægra en það verð sem Hagar höfðu boðist til að greiða fyrir keðjuna árið 2016. 6. júní 2019 06:15 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skafti Harðarson formaður Samtaka skattgreiðenda, tók sig til nú rétt í þessu og afhenti Ríkisendurskoðanda tertu. Tilefnið er kúnstugt. „Með þessari súkkulaðiköku er ég að vekja athygli á því að nú eru tvö ár liðin frá því að starfsemi Lindarhvols var formlega hætt. Það er með ólíkindum hve lengi við skattgreiðendur eigum að bíða eftir að fá sjálfsagðar upplýsingar um starfsemi þessa félags sem sýslaði með milljarða króna eigur skattgreiðenda,“ segir Skafti. Af þessum orðum Skafta má ráða að hátíðlega gjöf sé með ískrandi háðskum undirtóni. Ógagnsæi um reksturinn Fyrir tveimur árum, þann 7. febrúar 2018, birtist tilkynning sem lítið fór fyrir á vefsíðu Lindarhvols (Lindarhvolleignir.is). Hún greindi frá því að starfsemi félagsins væri lokið og að samningur Lindarhvols við ráðuneytið félli niður frá og með 7. febrúar 2018 og í kjölfarið yrði félaginu slitið. Fjölmiðlar hafa ekki haft erindi sem erfiði við eftirgrennslanir sínar. Þannig sendi Vísir fyrirspurn til Ríkisendurskoðanda fyrir um hálfum mánuði sem ekki var svarað. Markaður Fréttablaðsins birti frétt fyrir um viku þar sem fram kemur að hlutaeigandi hafi fengið drög til umsagnar. Þar virðist sem menn séu að séu að safna vopnum sínum. „Stjórn Lindarhvols gerir margvíslegar athugasemdir við skýrslu Ríkisendurskoðunar, sem telur um 70 blaðsíður en er ekki endanleg útgáfa, í afar ítarlegri umsögn sem hún skilaði til stofnunarinnar síðastliðinn föstudag,“ segir þar. Tertan er glæsileg en tilefnið orkar tvímælis. Lindarhvoll ehf. stofnað 15. apríl 2016. Í því átti að halda utan um eigur ríkisins í mismunandi einkahlutafélögum sem féllu til vegna nauðasamninga við slitabú föllnu bankanna. Á huldu er hve miklum eða hve verðmætum eignum þeim einstaklingum, sem sátu í stjórn Lindarhvols, var treyst fyrir. Af lestri ársreikninga þeirra er ljóst að þar í gegn runnu himinháar fjárhæðir. Skafta er ekki skemmt. „Mikið var talað um gagnsæi þegar einkahlutafélagið Lindarhvoll var stofnað inni í fjármálaráðuneytinu – en enginn hefur hugmynd um hve miklar eignir fóru þarna um, hverjir keyptu þær, á hvaða verði og hvort almennilega var staðið að þessu. Raunar grunar mig að þarna hafi pottur illilega verið brotinn en lögbundinni úttekt á starfseminni hefur ekki enn verið lokið nú tveimur árum síðar! Henni hefði átt að ljúka einhverjum mánuðum eftir að starfseminni lauk en ég held að þetta sé orðið að heitri kartöflu í kerfinu.“ Úthlutuðu eigum almennings fyrir milljarða króna Skafti bendir á að fullkomið ógagnsæi hafi ríkt um starfsemi Lindarhvols, þvert á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og raunar allra flokka á Alþingi. Skapti kátur með tertuna. En, honum er ekki skemmt þegar tveggja ára rannsókn á Lindarhvoli er annars vegar og spyr hvað það er sem dvelur orminn langa. „Staðreyndin er sú að örfáum einstaklingum, embættismönnum og vildarvinum var falið að selja ríkiseigur fyrir milljarða króna án nokkurs eftirlits svo að vitað sé. Þess var gætt að ekkert væri um félagið að finna á „opnir reikningar“. Ættu skattgreiðendur að óttast eitthvað, er það ógagnsæ meðferð á eignum ríkisins.“ Skafti lofar því að mæta með köku að ári ef úttektinni verður ekki lokið þá. Það er eins og hann geri ekkert síður ráð fyrir því. „Eina sem við skattgreiðendur vitum núna er að stjórn Lindarhvols hefur upplýst fjölmiðla um að hún sé ósátt við drögin að úttektinni og skilað tugum blaðsíðna af athugasemdum. Ætli við skattgreiðendur fáum ekki reikninginn fyrir þessum athugasemdum frá lögmannsstofu nefndarinnar en sumir virðast hreinlega hafa komist yfir gullgerðarvél, þegar kemur að fjármunum ríkisins. Og það er galið!“ segir Skafti sem veit ekki hvort hann á að gráta eða hlæja.
Stjórnsýsla Starfsemi Lindarhvols Tengdar fréttir Skýrsla um Lindarhvol tilbúin til yfirlestrar Hópur þingmanna óskar eftir sérstakri skýrslu um Lindarhvol þó stjórnsýsluúttekt sé á lokametrum. 13. desember 2019 13:59 Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Stjórnarformaður fékk greiddar tæpar 327 þúsund fyrir hvern fund. 1. október 2019 10:43 Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24 Ríkið fékk meira en milljarði minna Verðið í kaupum framtakssjóðs og einkafjárfesta á Lyfju af íslenska ríkinu í fyrra var meira en milljarði lægra en það verð sem Hagar höfðu boðist til að greiða fyrir keðjuna árið 2016. 6. júní 2019 06:15 Mest lesið Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Skýrsla um Lindarhvol tilbúin til yfirlestrar Hópur þingmanna óskar eftir sérstakri skýrslu um Lindarhvol þó stjórnsýsluúttekt sé á lokametrum. 13. desember 2019 13:59
Rausnarlegar greiðslur fyrir setu í stjórn Lindarhvols ehf Stjórnarformaður fékk greiddar tæpar 327 þúsund fyrir hvern fund. 1. október 2019 10:43
Stjórnsýsluúttekt á RÚV á lokastigi Ríkisendurskoðandi er með níu skýrslur í vinnslu. 24. september 2019 11:24
Ríkið fékk meira en milljarði minna Verðið í kaupum framtakssjóðs og einkafjárfesta á Lyfju af íslenska ríkinu í fyrra var meira en milljarði lægra en það verð sem Hagar höfðu boðist til að greiða fyrir keðjuna árið 2016. 6. júní 2019 06:15