Hluta Kastrup-flugvallar lokað vegna veikrar konu Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 10:43 Konan lenti á Terminal 3 á Kastrup-flugvelli. Byggingunni var í kjölfarið lokað. Vísir/EPA Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að grunur sé um Wuhan-kórónuveirusmit. Danska ríkissjónvarpið DR hefur eftir upplýsingafulltrúa flugvallarins að konan sé kínversk og hafi verið flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Konan var aðeins inni í einni byggingu flugstöðvarinnar, Terminal 3, og var byggingunni lokað skömmu fyrir klukkan níu í morgun að dönskum tíma, í samræmi við tilmæli frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Vandleg hreinsun á byggingunni stendur nú yfir. Konan kom til Kaupmannahafnar snemma í morgun frá Kína með millilendingu í Helskinki í Finnlandi. Hún kveðst hafa verið með grímu fyrir vitum sér frá því að hún lenti á flugvellinum. Þá segir upplýsingafulltrúinn að ekki sé vitað hvort veikindi konunnar séu af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. Forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, sem og heilbrigðisyfirvöld, staðfesta að sjúklingur af flugvellinum hafi verið fluttur á sjúkrahúsið í vegna gruns um Wuhan-veirusmit. Öllum verkferlum hafi verið fylgt og sjúklingurinn sæti nú einangrun. Engin Wuhan-veirusmit hafa hingað til greinst í Danmörku. Tilfelli veirunnar hafa hins vegar verið staðfest í nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Einni flugstöðvarbyggingu Kastrup-flugvallar í Kaupmannahöfn hefur verið lokað vegna veikrar konu, sem hóf að finna fyrir flensueinkennum við lendingu í morgun. Heilbrigðisyfirvöld staðfesta að grunur sé um Wuhan-kórónuveirusmit. Danska ríkissjónvarpið DR hefur eftir upplýsingafulltrúa flugvallarins að konan sé kínversk og hafi verið flutt með sjúkrabíl á sjúkrahús. Konan var aðeins inni í einni byggingu flugstöðvarinnar, Terminal 3, og var byggingunni lokað skömmu fyrir klukkan níu í morgun að dönskum tíma, í samræmi við tilmæli frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Vandleg hreinsun á byggingunni stendur nú yfir. Konan kom til Kaupmannahafnar snemma í morgun frá Kína með millilendingu í Helskinki í Finnlandi. Hún kveðst hafa verið með grímu fyrir vitum sér frá því að hún lenti á flugvellinum. Þá segir upplýsingafulltrúinn að ekki sé vitað hvort veikindi konunnar séu af völdum Wuhan-kórónuveirunnar. Forsvarsmenn Hvidovre-sjúkrahússins í Kaupmannahöfn, sem og heilbrigðisyfirvöld, staðfesta að sjúklingur af flugvellinum hafi verið fluttur á sjúkrahúsið í vegna gruns um Wuhan-veirusmit. Öllum verkferlum hafi verið fylgt og sjúklingurinn sæti nú einangrun. Engin Wuhan-veirusmit hafa hingað til greinst í Danmörku. Tilfelli veirunnar hafa hins vegar verið staðfest í nágrannalöndunum Finnlandi og Svíþjóð.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19 Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45 Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Kínverjar bálreiðir yfirvöldum vegna andláts læknisins Mikil reiði og sorg hefur gripið um sig meðal Kínverja í kjölfar andláts kínversks læknis, sem varaði við Wuhan-kórónaveirunni í desember síðastliðnum en var refsað fyrir það af kínverskum yfirvöldum. 7. febrúar 2020 07:19
Íslensk fjölskylda súr í sóttkví meðan kínverskir ferðamenn valsa vandkvæðalaust um Íslensk kínversk fjölskylda er á öðrum degi í sóttkví hér á landi eftir komuna til Íslands frá Kína. Ástæðan er tilmæli sóttvarnalæknis og almannavarna til að koma í veg fyrir útbreiðslu Wuhan-kórónaveirunnar hér á landi. 6. febrúar 2020 14:45
Fjörutíu smitaðir til viðbótar um borð í Prinsessunni Alls eru nú 636 látnir af völdum Wuhan-kórónaveirunnar og staðfest tilfelli eru orðin rúmlega 31 þúsund. 7. febrúar 2020 06:33