LeBron og Giannis búnir að kjósa í liðin sín og annað liðið er talsvert sterkara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Giannis Antetokounmpo og LeBron James eru fyrirliðar liðanna eins og í fyrra. Getty/Andrew D. Bernstein Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Handbolti Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Giannis Antetokounmpo og LeBron James kusu í nótt í liðin sín í Stjörnuleik NBA deildarinnar í körfubolta en þeir fengu flest atkvæði í kosningunni í Stjörnuliðin í ár og eru fyrirliðar liðanna í ár. LeBron James fékk flest atkvæði og byrjaði því að velja. Hann valdi fyrstan Anthony Davis, liðsfélaga sinn hjá Los Angeles Lakers. Giannis Antetokounmpo valdi Joel Embiid fyrstan í sitt lið en LeBron James tók síðan manninn sem vildi ekki koma til hans í sumar, nefnilega Kawhi Leonard. Leonard fór frekar í Los Angeles Clippers en í Lakers. LeBron James makes his Lakers teammate, Anthony Davis, the first pick in the All-Star draft. https://t.co/nKZoqtw2c5pic.twitter.com/UNApbgPMiE— USA TODAY Sports (@usatodaysports) February 7, 2020 Luka Doncic, James Harden, Damian Lillard og Nikola Jokic eru líka í liði LeBron James sem virðist nú vera nokkuð sterkara á pappírnum. Giannis valdi Pascal Siakam númer tvö og Kemba Walker númer þrjú en tók síðan nýliðann Trae Young í fórðu umferð. Báðir sögðust þeir vera ánægðir með liðin sín en flestir geta verið sammála um það að það verði erfitt fyrir lið Giannis Antetokounmpo að stoppa stjörnuprýtt lið LeBron James í þessum leik. A look at Team LeBron vs. Team Giannis on paper #NBAAllStarpic.twitter.com/pwzMKE28Zu— NBA on ESPN (@ESPNNBA) February 7, 2020 Lið LeBrons James mun spila í treyjum númer tvö til minningar um Gigi Bryant en lið Giannis Antetokounmpo mun spila í treyju númer 24 til minningar um Kobe Bryant. Þetta verður heldur ekki venjulegur Stjörnuleikur því stigaskorið fer aftur niður í 0-0 fyrir annan og þriðja leikhluta. Fyrstu þrír leikhlutarnir eru í raun þrír mismundandi leikir. Það verður síðan spilað upp í stigatölu í lokaleikhlutanum sem er þá samanlagt skor hjá stigahærra liðinu plús 24 til heiðurs Kobe Bryant. Klukkan er ekki í gangi í fjórða leikhluta en það lið sem nær upp í stigatöluna á undan vinnur. The All-Star rosters as drafted by @KingJames and @Giannis_An34 ... pic.twitter.com/GOyY8dXFOm— Marc Stein (@TheSteinLine) February 7, 2020 Lið LeBrons James í Stjörnuleiknum Val 1 Anthony Davis Val 3 Kawhi Leonard Val 5 Luka Doncic Val 7 James Harden Val 10 Damian Lillard Val 12 Ben Simmons Val 14 Nikola Jokic Val 16 Jayson Tatum Val 18 Chris Paul Val 20 Russell Westbrook Val 22 Domantas SabonisLið Giannis Antetokounmpo í Stjörnuleiknum Val 2 Joel Embiid Val 4 Pascal Siakam Val 6 Kemba Walker Val 8 Trae Young Val 9 Khris Middleton Val 11 Bam Adebayo Val 13 Rudy Gobert Val 15 Jimmy Butler Val 17 Kyle Lowry Val 19 Brandon Ingram Val 21 Donovan Mitchell
NBA Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar, HM í pílu og amerískar íþróttir Sport Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Handbolti Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum