Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 25. maí 2020 08:00 Herjólfsdalur var fagurgrænn í síðustu viku og tilbúinn til þess að taka á móti fólki. Vísir/Jóhann K. Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K. Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. Vegna hópsýkinga þar voru reglur harðari en annarsstaðar í samkomubanni og máttu um tíma ekki fleiri en 10 koma saman. Bæjarstjóri Vestmannaeyja segir veturinn hafa verið verulega erfiðan. „En einhvern veginn æðruleysið og hvernig fólkið tók þessu hérna. Það voru allir tilbúnir að leggja rosalega mikið á sig til þess að láta þetta ganga og það gekk. En þessi tími var erfiður,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja. Styttist í tvö stór íþróttamót Lífið í Vestmannaeyjum færist hægt og bítandi í eðlilegt horf og horfa Eyjamenn björtum augum til sumarsins. Tvö stór íþróttamót, TM- og Orkumótið eru skipulögð núna strax í næsta mánuði og enn hefur Þjóðhátíð ekki verið aflýst. „Við förum eftir öllu sem okkur er upp á lagt og þetta er allt í samstarfi við aðgerðastjórn og almannavarnanefnd. En við ætlum okkar að reyna að halda þessa viðburði með einhverjum hætti og einhverju formi vegna þess að ég held að við þurfum bara á því að halda að fá örlitla tilbreytingu þó að þetta verði örðuvísi en við erum vön,“ segir Íris. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja.Vísir/Jóhann K. Þurfa að fylgja reglum og kröfum vegna Covid-19 Formaður þjóðhátíðarnefndar og framkvæmdastjóri ÍBV segir að íþróttamótin séu fyrst og fremst hugsuð fyrir yngri börn sem iðka íþróttina og séu mótin mikil upplifun fyrir þau. Aðgerðaráætlun hafi verið í smíðum til að geta staðist þær reglur og kröfur sem séu gerðar til mótshaldara. Foreldrar eru margir að spyrja sig hvernig skipulagið verði. Hvort þau fái og hvort tveir megi koma með hverju barni. Er skipulagið unnið út frá því að foreldrar geti komið með yngstu börnunum? „Já, þetta er unnið þannig að við treystum okkur til að koma því fyrir að foreldrar geti í það minnsta komið og horft á leiki en við munum takmarka aðkomu foreldra að i gistingu og í mat,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar. Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri ÍBV og formaður Þjóðhátíðarnefndar.Vísir/Jóhann K. „Við sjáum fyrir okkur að það geti verið 200 manns saman að horfa á fótboltaleiki og við erum með þetta á fjórum stórum knattspyrnuvöllum þannig að við erum ekki að safna mikið af fólki saman á svæðið,“ segir Hörður. Þjóðhátíð enn á teikniborðinu Vafi hefur verið á því hvort Þjóðhátíð verði haldin í ár. En Herjólfsdalur skartar sínu fegursta þessa daganna. „Við höfum sagt það og segjum en að við svo sem erum að bíða og þetta virðist vera að ganga vel og það er verið að létta á takmörkunum vonast var eftir og við bara fylgjumst spennt með,“ segir Hörður. Tvö stór fótboltamót, Orkumótið og TM-mótið eru skipulögð í Eyjum í næsta mánuði.Vísir/Jóhann K.
Vestmannaeyjar Þjóðhátíð í Eyjum Íþróttir Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira