Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Samúel Karl Ólason skrifar 13. mars 2020 13:58 Hér má sjá þá Trump, Bolsonaro og Pence. Yfir vinstri öxl Trump má sjá hluta andlits Wajngarten, sem er smitaður af kórónuveirunni. AP/Alan Santos Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu segir að Trump og Pence hafi átt í litlum samskiptum við viðkomandi embættismann og því þurfi þeir ekki að senda sýni til rannsóknar. Öldungadeildarþingmennirnir Lindsay Graham og Rick Scott, sem sátu einnig fundi með viðkomandi embættismanni, hafa ákveðið að fara í sóttkví vegna heimsóknar brasilíska embættismannsins. Sá heitir Fabio Wajngarten og er aðstoðarmaður Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu. Þeir funduðu á dögunum með Trump, Pence og fleirum í klúbbi Trump í Flórída. Eftir fundina snæddi Trump með Bolsonaro, Wajngarten og öðrum úr sendinefndinni frá Brasilíu. Eftir það sótti Wajngarten afmælisveislu Kimberly Guilfoyle, sem starfar við forsetaframboð Trump og er kærasta sonar hans. Á einni ljósmynd sem tekin var má sjá Wajngarten standa við hlið Trump, öxl í öxl, og þar að auki er til myndband þar sem Wajngarten stendur bakvið Trump og Bolsonaro á meðan þeir ræddu við almenning. Þrátt fyrir það segir Stephanie Grisham, talskona Trump, að „bæði forsetinn og varaforsetinn hafi átt í nánast engum samskiptum“ við Wajngarten og því þyrftu ekki að fara fram rannsókn á því hvort þeir séu mögulega smitaðir. Þar að auki stendur ekki til að þeir fari í sóttkví. Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, lýsti því yfir í morgun að hann sé smitaður af kórónuveirunni. Í síðustu viku var hann staddur í Bandaríkjunum þar sem hann fundaði með Ivönku Trump, dóttur forsetans, William Barr, dómsmálaráðherra, og öðrum embættismönnum Hvíta hússins. Trump reiður Reiði Trump hefur aukist verulega á undanförnum dögum yfir því að hafa ekki tekist að draga úr áhrifum útbreiðslu kórónuveirunnar á samfélagið í Bandaríkjunum. Samkvæmt heimildarmönnum CNN úr Hvíta húsinu telur Trump að öfl innan Bandaríkjanna séu að reyna að nota faraldurinn til að grafa undan honum og jafnvel eyðileggja forsetatíð hans. Trump hefur verið gagnrýndur fyrir viðbrögð hans við faraldrinum og ummæli um hann, þar sem hann hefur dregið úr alvarleika málsins og jafnvel sagt að fólk gæti alveg farið í vinnuna, þó það væri smitað. Á miðvikudaginn hélt hann ræðu úr skrifstofu forsetans og vonaðist hann til þess að það myndi draga úr gagnrýni í hans garð. Þvert á móti hefur hún aukist vegna ósanninda sem komu fram í ræðunni og leiddu til mikils usla og óvissu. Fyrr í dag gagnrýndi forsetinn Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) harðlega á Twitter. Hann sagði forsvarsmenn stofnunarinnar hafa varið áratugum í að skoða viðbragðskerfi hennar og sakaði þá um aðgerðaleysi. Þar að auki sagði hann ranglega að breytingar Barack Obama, forvera hans, hafi gert honum erfiðara að bregðast við kórónuveirunni. Trump segist þó sjálfur hafa lagað vandamálið og nú sé allt tilbúið. .... Their response to H1N1 Swine Flu was a full scale disaster, with thousands dying, and nothing meaningful done to fix the testing problem, until now. The changes have been made and testing will soon happen on a very large scale basis. All Red Tape has been cut, ready to go!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 13, 2020 Trump segir ekki nákvæmlega hvaða breytingar Obama á að hafa gert sem komu niður á viðbrögðum CDC við faraldri. Hann hefur lagt fram svipaða gagnrýni áður en hún átti ekki við rök að styðjast. Þá vísaði Trump í reglugerðir sem tóku aldrei gildi. Þá er vert að benda á að Trump hefur verið forseti í rúm þrjú ár. Á þeim tíma batt hann enda á sérstakt viðbragðsteymi við smitsjúkdómum sem Obama stofnaði.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur úr embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira