Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Samfélagið allt hefur verið virkjað til almannavarna með samkomubanni, öðrum takmörkunum á skólahaldi og samskiptum fólks sem tekur gildi á miðnætti á sunnudagskvöld. Fjallað verður ítarlega um samkomubannið og áhrif þess á samfélagið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á eftir.

Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana vegna þeirrar fordæmalausu stöðu sem uppi er en meðal annars hafa á Alþingi verið lögð fram frumvörp sem miða að því að tryggja fólki laun í sóttkví og því að fyrirtæki fái frest til að standa skil á opinberum sköttum og gjöldum.

Í fréttatímanum segjum við einnig frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar sem hófst í dag en forsetahjónin voru meðal þeirra fyrstu til að fara í sýnatöku.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×