Fær 600 þúsund til viðbótar eftir dóm Hæstaréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2020 13:16 Síðasta anga Aserta-málsins virðist vera lokið. Vísir/Vilhelm. Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Gísla Reynissyni, sem sýknaður var í Aserta-málinu svokallaða 600 þúsund krónur í miskabætur vegna kyrrsetningar eða haldlagnir á reiðufé í tengslum við rannsókn málsins. Bæturnar koma til viðbótar 2,5 milljón króna sem Landsréttur hafði dæmt ríkið til að greiða Gísla. Eftir að Gísli var sýknaður í Aserta-málinu árið 2014 höfðaði hann mál á hendur íslenska ríkinu fyrir að hafa mátt þola handtöku, að lagt hafi verið hald á eigur hans og leitað á heimili og bílum hans, allt að tilefnislausu þar sem hann hafi verið sýknaður í Aserta-málinu, sem snerist um meint stórfelld brot á gjaldeyrislögum. Einnig krafðist hann bóta vegna atvinnutjóns sem hann taldi sig hafa orðið fyrir vegna rannsóknar og meðferðar málsins. Sjá einnig: Sex ára martröð Aserta-manna lokið Þá vildi Gísli meina að hann ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga Magnúsar Gunnarssonar, núverandi vararíkissaksóknara og þáverandi yfirmann efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um málið. Héraðsdómur hafði áður fallist á að Gísli ætti rétt á bótum vegna ummæla Helga en því var hafnað í fyrrgreindum Landsréttardómi, sem dæmdi Gísla 2,5 milljónir króna í skaðabætur vegna rannsóknaraðgerða lögreglu og fyrir tafir við rannsókn málsins. Gísli undi dómi Landsréttar að hluta en óskaði eftir leyfi til að áfrýja til Hæstaréttar vegna annarra þátta málsins. Taldi hann að úrslit málsins kynnu að hafa fordæmisgildi hvað varði mörk leyfilegrar opinberrar umfjöllunar lögreglu og ákæruvalds í sakamálum. Auk þess sem að í málinu reyndi á við hvaða aðstæður megi dæma bætur að álitum, annars vegar fyrir atvinnutjón og hins vegar vegna kyrrsetningar eða haldlagningar reiðufjár.Hæstiréttur féllst á málskotsbeiðnina þar sem dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi. Hæstiréttur kvað svo upp dóm sinn í dag. Ekki fallist á að ummæli Helga hafi falið í sér fullyrðing um sekt Í dómi Hæstaréttar kemur fram að rétturinn telji að ummæli Helga Magnúsar í þremur viðtölum hafi ekki falið sér í sér fullyrðingu um sekt Gísla né að þau séu að öðru leyti því marki brennd að skylda ríkisins til greiðslu miskabóta hafi stofnast vegna þeirra.Þá féllst Hæstiréttur ekki á að það að dæma ætti Gísla bætur vegna atvinnutjóns sem hann hafi orðið fyrir, þar sem ekki hafi verið sýnt fram á að lögreglumenn og handhafar ákæruvaldsins hafi valdið honum tjóni með saknæmu eða ólöglegu athæfi við meðferð málsins.Eftir stóð þá krafa Gísla um miskabætur fyrir fjártjón, vegna kyrrsetningar og haldlagningar reiðufjár á bankainnstæðum. Lagt var hald á innstæður á tveimur bankareikningum Gísla. Féllst Hæstiréttur á það að þeir innlánsvextir sem lögðust á hið haldlagða og kyrrsetta fé þann tíma sem um ræðir hafi ekki veitt honum fulla bót, því hafi hann orðið fyrir fjártjóni vegna kyrrsetningarinnar.Voru Gísla dæmar 600 þúsund krónur í miskabætur vegna þess, og bætast þeir fjármunir við þær 2,5 milljónir sem honum hafði áður verið dæmdar.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Tengdar fréttir Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58 Mest lesið „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Viðskipti innlent „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Atvinnulíf Fleiri fréttir „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Sjá meira
Hæstiréttur tekur fyrir ummæli í Aserta-málinu Hæstiréttur hefur samþykkt málskotsbeiðni Gísla Reynissonar, einn fjögurra sakborninga í Aserta-málinu, um að skaðabótamál hans gegn ríkinu verði tekið fyrir. 20. nóvember 2019 17:58