Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn klukkan 14 í Skógarhlíð 14 í dag. Eins og áður hefur verið tilkynnt, er þetta áætlaður síðasti upplýsingafundurinn vegna COVID 19 að svo stöddu. Boðað verður að nýju til funda ef þurfa þykir.
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Alma D. Möller, landlæknir og Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fara yfir stöðu mála með tilliti til COVID-19 hér á landi.
Gestir fundarins verða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.
Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi, í sjónvarpinu á Stöð 2 Vísi og sömuleiðis í textalýsingu hér að neðan.