Samþykktu frumvarp um launagreiðslur á tímum veirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 20:48 Ásmundur Einar Daðason, félagsmálaráðherra. Vísir/baldur Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ríkisstjórn Íslands samþykkti rétt í þessu frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar félags- og barnamálaráðherra til breytinga á lögum um atvinnuleysistryggingar og lögum um ábyrgðarsjóð launa, vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði af völdum kórónuveirunnar. Í tilkynningu um frumvarpið segir að breytingunum sé ætlað að koma til móts við vinnuveitendur og launafólk í ljósi fordæmalausra aðstæðna hér á landi og raunar í heiminum öllum. Breytingarnar sem hér er fjallað um gilda frá 15. mars nk. til 1. júlí nk. Markmið þeirra er að aðstoða vinnuveitendur við að halda ráðningarsambandi við starfsfólk sitt, þar til aðstæður batna. Þannig er hvatt til þess að vinnuveitendur minnki frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Í breytingunum á lögum um atvinnuleysistryggingar felst að þegar atvinnuleysisbætur eru greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda koma föst laun launamanns ekki sjálfkrafa til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta, enda hafi starfshlutfall verið lækkað hlutfallslega um 20% hið minnsta og 50% hið mesta. Greiðslur atvinnuleysisbóta á móti launum frá vinnuveitanda greiðast í hlutfalli af heildargreiðslum tekjutengdra atvinnuleysisbóta. Ráðherra fór yfir þetta í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vinnumálastofnun hlýtur með breytingunni einnig sérstaka heimild til að óska eftir upplýsingum og gögnum frá vinnuveitendum þegar stofnunin telur ástæðu vera til í þessu samhengi. Heildargreiðslur til launafólks munu þó ekki geta numið hærri fjárhæð en 80% af meðaltali heildarlauna launþega á síðustu þremur mánuðum fyrir minnkað starfshlutfall, og eigi meira en 650.000 kr. í heildina. Sjálfstætt starfandi einstaklingar geta einnig nýtt sér þetta úrræði „enda hafa þeir tilkynnt skattyfirvöldum um verulegan samdrátt í rekstri sínum sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Breytingar á lögum um Ábyrgðarsjóð launa felast í því að þurfi launamaður vegna gjaldþrots launagreiðanda hans að sækja launagreiðslur sínar á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa mun þátttaka hans í þessu úrræði ekki skerða möguleika hans að gera á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent