Trump segist alls ekki bera ábyrgð á mistökum Bandaríkjastjórnar í upphafi faraldursins Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2020 23:02 Donald Trump Bandaríkjaforseti á blaðamannafundinum í Hvíta húsinu í dag. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti kveðst alls ekki bera ábyrgð á þeim mistökum sem bandarísk stjórnvöld gerðu í árdaga faraldurs kórónuveiru í Bandaríkjunum. Þetta kom fram í máli hans á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld, þar sem hann lýsti yfir neyðarástandi í landinu vegna veirunnar. Trump kynnti ýmsar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að hefta útbreiðslu faraldursins á blaðamannafundinum. Með því að lýsa yfir neyðarástandi verður ríkisstjórninni heimilt veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttunni við veiruna. Trump kvaðst einmitt lýsa yfir neyðarástandi til að „leysa úr læðingi fullan kraft alríkisstjórnarinnar.“ Sjá einnig: Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Viðbrögð Trumps og ríkisstjórnar hans við útbreiðslu veirunnar hafa verið harðlega gagnrýnd. Þannig hafa sérfræðingar lýst yfir áhyggjum af því að bandarísk stjórnvöld hafi ekki brugðist nægilega hratt eða vel við því þegar smit hófu fyrst að greinast í Bandaríkjunum í byrjun árs. Í byrjun þessa mánaðar viðurkenndu yfirvöld jafnframt að skortur væri á prófum til að skima fyrir veirunni. Þá hafa slíkar skimanir gengið afar hægt og hlutfallslega fá sýni hafa verið tekin í Bandaríkjunum. Þannig er óttast að mun fleiri séu smitaðir í landinu en staðfest smit segja til um. Þá greindi Reuters frá því í fyrradag að embættismenn innan bandaríska heilbrigðiskerfisins hefðu fundað leynilega um kórónuveiruna síðan í janúar. Krafa um að efni fundanna yrði ekki gert opinbert er talin hafa aftrað viðbragðsaðgerðum við útbreiðslu veirunnar. „Ég veit ekkert um þetta“ Trump var ítrekað inntur eftir því á blaðamannafundinum í kvöld hvort hann áliti sem svo að hann bæri ábyrgð á mistökum stjórnvalda. Það kvaðst forsetinn ekki gera. „Ég ber alls ekki ábyrgð vegna þess að við fengum ákveðnar aðstæður upp í hendurnar og okkur voru gefnar reglur, reglugerður og skilyrði frá öðrum tíma,“ sagði Trump, og virtist þar með kenna fyrri ríkisstjórnum um svifaseinar aðgerðir ríkisstjórnar sinnar. Q: Do you take responsibility for the lag in #coronavirus testing? Trump: "No, I don't take responsibility at all." pic.twitter.com/bbFbZ7cCH3— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 13, 2020 Trump vildi heldur ekki gangast við því að hann bæri ábyrgð á því að farsóttarskrifstofa (e. pandemic office) Hvíta hússins hefði verið lögð niður árið 2018, tæpum tveimur árum eftir að Trump varð forseti. „Mér finnst þetta andstyggileg spurning,“ sagði Trump þegar hann var spurður út í málið. „Þegar þú segir „ég“, ég gerði það ekki […] Ég veit ekkert um þetta.“ Q: What responsibility do you take for disbanding the White House pandemic officeTrump: it's a nasty question ... we saved thousands of lives because of the quick closing. And when you say me, I didn't do it... I don't know anything about it...I don't know anything about it." pic.twitter.com/Mh7uCjGIjN— Marc Caputo (@MarcACaputo) March 13, 2020 Sýnataka og ferðabann Þá sagði Trump að hann yrði líklega sjálfur prófaður fyrir kórónuveirunni „nokkuð fljótlega“. Greint var frá því nú í vikunni að Trump og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna hefðu fundað með brasilískum embættismanni sem síðar greindist með veiruna. Í yfirlýsingu frá Hvíta húsinu í dag sögðust hvorki Trump né Pence ætla að fara í skimun fyrir veirunni. Í byrjun vikunnar tilkynnti Trump að ferðabanni til Bandaríkjanna yrði komið á í öllum löndum innan Schengen-svæðisins í Evrópu, þar á meðal Íslandi. Bannið tekur gildi í nótt. Trump sagði á blaðamannafundinum í dag að til greina kæmi að Bretlandi yrði mögulega bætt við bannlistann og þá kæmi einnig til greina að taka einhver landanna út af listanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10 Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58 Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Trump lýsir yfir neyðarástandi í Bandaríkjunum vegna veirunnar Ríkisstjórn hans verður þannig heimilt að veita allt að 50 milljörðum Bandaríkjadala í baráttu yfirvalda við veiruna. 13. mars 2020 20:10
Trump og Pence ætla ekki að gangast undir rannsókn Hvorki Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, né Mike Pence, varaforseti, munu gangast undir rannsókn við Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur, eftir að brasilískur embættismaður sem fundaði nýverið með þeim greindist með veiruna. 13. mars 2020 13:58
Guðlaugur Þór fundar með bandaríska utanríkisráðherranum í næstu viku Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, ætlar að funda með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, um ferðabann sem Bandaríkjastjórn ætlar að leggja á Evrópu í Washington-borg á fimmtudag í næstu viku. 13. mars 2020 10:52