Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 19:30 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur. Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur.
Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32