Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. maí 2020 19:30 Flugfloti Icelandair á Keflavíkurflugvelli í samgöngubanni Vísir/Vilhelm „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur. Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ sagði Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair í Reykjavík síðdegis í dag. Birna sagði stefnt að því að byrja á að fljúga til Berlínar, Frankfurt, Kaupmannahafnar og vonandi Óslóar að því gefnu að opnun landanna fari eins og félagið spáir fyrir um. „Svo vonandi bætast fleiri staðir á þessu svæði við: Stokkhólmur, London, Munchen, Amsterdam og þetta svæði.“ Hún sagði að gert verði bæði ráð fyrir því að Íslendingar fljúgi út sem og að erlendir ferðamenn komi hingað til landsins. „Við finnum alveg að landar okkar eru spenntir að kíkja aðeins til útlanda og vilja byrja kannski svona frekar nálægt heimahögunum. Svo auðvitað erum við í miklu samstarfi um allan heim við ferðaskrifstofur sem eru að flytja ferðamenn til Íslands.“ „Það er nú svo frábært að segja frá því að þar er mikill áhugi. Við erum að koma vel út úr þessari krísu og það er mikið fjallað um það þannig að þeir sem hafa komið með ferðamenn til Íslands og ætluðu að koma með ferðamenn til Íslands eru enn þá með það á sínum plönum,“ sagði Birna. Þá sagði hún enn óljóst hvort fólk þyrfti að fara í sóttkví á áfangastöðunum. „Flestar ríkisstjórnir þessara landa ætla að koma með nánari útfærslur fyrir lok maí. Það sem við erum að hugsa, því þetta breytist svo hratt, að við ætlum að setja upp eins mikið af upplýsingum á okkar síðu og við getum þannig að Íslendingar geti tekið eins upplýsta ákvörðun og hægt er um sín plön.“ „Utanríkisráðuneytið er að gera svipað og leyfir okkur að fylgjast með því sem er að gerast þannig við getum séð hvað er hægt að gera. Það sem við erum líka að safna saman og munum miðla þegar það er komið betur á hreint er hvað er raunverulega að gerast í hverri borg,“ sagði Birna. Hún sagði þá óljóst hve mörgum vélum verði flogið til að byrja með en allar þeirra vélar séu tilbúnar til starfa. „Við erum auðvitað öll sem erum hérna enn þá að vinna að því að fá sem flesta til baka eins hratt og við getum þannig að jú, um leið og við förum að sjá betur inn í það þá vonandi getum við farið að fá okkar góða samstarfsfólk aftur.
Icelandair Reykjavík síðdegis Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50 „Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01 „Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
„Ég geri fastlega ráð fyrir því að við setjumst við borðið fyrr eða síðar“ Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til fundar í deilu Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair. Formaður Flugfreyjufélagsins segir ríkan samningsvilja hjá þeim. 25. maí 2020 13:50
„Undirliggjandi hótanir“ í viðræðum Icelandair og Flugfreyjufélagsins Nú er lag að gera algildan kjarasamning og koma þannig í veg fyrir að flugfélög undirbjóði hvort annað á íslenskum vinnumarkaði, að mati forseta ASÍ. 24. maí 2020 23:01
„Ég hef aldrei séð svona mikla samstöðu í hópnum“ Mikil samstaða er meðal flugfreyja-og þjóna í kjarabaráttu við Icelandair. 22. maí 2020 20:32