Göngustígar við Skógafoss lagðir ull af íslensku sauðfé Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 21:35 Þyrlan var við stígagerðina síðustu fjóra daga. Takið eftir að enginn ferðamaður sést við Skógafoss. Búast hefði mátt við að bílastæðið væri þéttsetið rútum og bílaleigubílum, ef veirufaraldurinn hefði ekki blossað upp. Mynd/Norðurflug. Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2. Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira
Ull sauðkindarinnar hefur nýst íslensku þjóðinni vel til að verjast kulda og vosbúð í gegnum aldirnar. En núna hefur ullin fengið nýtt hlutverk, - sem undirlag á göngustíga sem verið er að leggja yfir mýrlendi ofan við Skógafoss og er þannig ætlað að verja ferðamenn frá því að blotna í fæturna. Sjá mátti þyrluna fljúga í fréttum Stöðvar 2. Ullin kemur sem neðsta lag ofan á mýrina. Síðan er malarlag sett yfir.Mynd/Norðurflug. Það kannski kemur sér vel í verkefni sem þessu að það er engin örtröð ferðamanna á bílastæðinu við Skógafoss þessa dagana, þyrlan frá Norðurflugi hefur því haft nægt rými til að athafna sig. Jón Kjartan Björnsson þyrluflugstjóri er að leggja upp í flug með síló af möl til leggja í nýja göngustíga ofan við fossinn. En það er ekki bara verið að leggja möl í stígana heldur einnig íslenska sauðaull, en ullin þykir henta sem undirlag þar sem stígarnir liggja yfir mýrlendi. Ullin kemur eins og teppi yfir mýrina og síðan fer mölin yfir og þannig er ullinni ætlað að halda bleytunni frá fótum ferðamanna. Þyrlan hefur frá því á föstudag flogið yfir tvöhundruð ferðir með efni en átta manns vinna að stígagerðinni. Hún ber um 850 kíló af möl í hverri ferð. Landslagsarkitektinn Gunnar Óli Guðjónsson hannaði stígana og útsýnispalla en verktaki er faðir hans, Guðjón Kristinsson í fyrirtækinu Stokkar og Steinar. Þyrlufluginu lauk í dag. Hér má sjá frétt Stöðvar 2.
Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Rangárþing eystra Fréttir af flugi Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Sjá meira