Búið spil hjá Zlatan? Sindri Sverrisson skrifar 25. maí 2020 23:00 Zlatan Ibrahimovic sneri aftur til AC Milan í janúar eftir að hafa spilað með LA Galaxy í Bandaríkjunum en gæti nú hafa spilað sinn síðasta leik fyrir Milan. VÍSIR/GETTY Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu. Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
Sænska fótboltastjarnan Zlatan Ibrahimovic meiddist alvarlega á æfingu með AC Milan í dag og sá orðrómur komst á kreik að þau gætu orðið til þess að knattspyrnuferli hans væri lokið. Zlatan, sem er 38 ára gamall, sneri aftur til Ítalíu fyrr í þessum mánuði eftir að hafa farið til Svíþjóðar þegar hlé var gert á íþróttum í Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Hann meiddist á æfingu Milan í dag og miðað við fyrstu fréttir Sky Sports Italia og Corriere della Sera var talið að hann gæti hafa slitið hásin. Það hefði þýtt að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti hálft ár og að óvíst væri að hann myndi spila aftur fótbolta á hæsta stigi. Gazzetta dello Sport greindi hins vegar frá því síðar að þó að óttast hefði verið að um hásinarmeiðsli væri að ræða þá liti nú út fyrir að Zlatan hefði „aðeins“ meiðst alvarlega í hægri kálfa. Hann hafi haltrað af velli, mjög þjáður, og að ljóst væri að hann gæti orðið margar vikur að jafna sig. Sænska blaðið Aftonbladet hefur eftir fyrrverandi lækni sænska landsliðsins að sé um kálfameiðsli að ræða gæti Zlatan orðið að sleppa fótbolta næstu tvo mánuðina. Það bendir því allt til þess að Zlatan spili ekki meira á leiktíðinni með AC Milan, en Ítalir stefna á að hefja keppni í efstu deild að nýju í næsta mánuði eftir hlé vegna kórónuveirunnar. Milan á fyrir höndum harða baráttu um Evrópusæti og Gazzetta bendir á að þar hefði Zlatan nýst jafnvel enn betur en áður. Hann hafi nefniega verið í betra ásigkomulagi en flestir samherja sinna eftir að hafa getað æft af fullum krafti með Hammarby í Svíþjóð á meðan að útgöngubann var á Ítalíu.
Ítalski boltinn Tengdar fréttir „Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04 Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15 Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Fleiri fréttir Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Sara Björk lagði upp í stórsigri Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Aldrei borgað meira fyrir fótboltakonur en á síðasta ári Veðjaði 403 sinnum á leiki í eigin deild Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Lærisveinar Solskjær úr leik Rauðu djöflarnir áfram taplausir Eggert Aron kom inn af bekknum í tapi gegn Tottenham Orri Steinn nýtti tækifærið Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Cristiano Ronaldo: Minn eigin sonur sagði að Mbappé væri betri en ég Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Sjáðu mörkin frá sögulegu lokakvöldi Meistaradeildarinnar Segir norska sambandið hafa stuðningsmenn félaganna að fíflum Félagaskiptaglugginn: Hvaða eftirsótti framherji færir sig um set? Sjá meira
„Ef þú ert með Zlatan í liði viltu ekki bregðast honum“ Síðasta mánuðinn hefur Aron Jóhannsson æft með Zlatan Ibrahimovic hjá Hammarby. 5. maí 2020 16:04
Zlatan æfir á fullu með Hammarby en veit ekki hvar hann mun spila næst Sænski markahrókurinn Zlatan Ibrahimovic kveðst ekki vita hvar hans framtíð liggur í boltanum en hann æfir um þessar mundir af fullum krafti með sænska úrvalsdeildarliðinu Hammarby. 25. apríl 2020 11:15