KSÍ gerir sex ára samning við PUMA og kynnir nýtt landsliðsmerki í lok júní Anton Ingi Leifsson skrifar 26. maí 2020 07:30 Gylfi Sigurðsson og félagar hafa leikið sinn síðasta búning í Errea. getty KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. Nýr samningur við PUMA tekur gildi þann 1. júlí en PUMA tekur við af Errea eins og áður seigr. Errea hafði þjónað landsliðum Íslands í knattspyrnu í tæp tuttugu ár eða frá árinu 2001. KSÍ kynnti fyrr á árinu nýtt merki sambandsins og í frétt á vef KSÍ í morgun segir frá því að nýtt landsliðsmerki verði kynnt í lok næsta mánaðar. Það merki mun vera á landsliðsbúningnum. Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við íþróttavöruframleiðandann PUMA til næstu sex ára. Samningur KSÍ og PUMA tekur gildi 1. júlí og tekur við af samningi KSÍ og Errea, en landsliðin hafa leikið í Errea fatnaði frá árinu 2001. https://t.co/sJBvpUmDNn#fyririsland pic.twitter.com/pXsg8RMl4g— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 26, 2020 „Ég vil byrja á að nota tækifærið og þakka Errea fyrir langt og farsælt samstarf, KSÍ og Errea hafa upplifað margt saman í gegnum árin. Nú er komið að nýjum kafla í búningasögunni og næstu skref á okkar vegferð tökum við með PUMA,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við erum afar spennt fyrir samstarfinu við PUMA, sem er án vafa eitt fremsta íþróttavörumerkið í heiminum í dag, og hlökkum mjög til þess að sjá fyrsta PUMA búning landsliða Íslands kynntan um miðjan júlí. Ekki má gleyma því að við ætlum að kynna nýtt myndmerki landsliðanna okkar í lok júní, þannig að nýji PUMA búningurinn verður með nýja landsliðsmerkinu.“ Björn Gulden forstjóri PUMA tók í svipaðan streng. „Íslensku landsliðin hafa náð ótrúlegum árangri í fótboltanum undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera fámenn þjóð hafa Íslendingar sýnt að það er hægt að ná langt með hæfileikum, rétta viðhorfinu og ekki síður einstakri liðsheild. Ég vænti mikils af samstarfinu við KSÍ og hlakka til þeirra verkefna sem eru framundan.“ KSÍ Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira
KSÍ hefur gengið frá sex ára samningi við íþróttavöruframleiðandann Puma en KSÍ tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í morgun. Þetta hafði legið í loftinu í einhvern tíma en núverandi samningur við Errea var að renna út. Nýr samningur við PUMA tekur gildi þann 1. júlí en PUMA tekur við af Errea eins og áður seigr. Errea hafði þjónað landsliðum Íslands í knattspyrnu í tæp tuttugu ár eða frá árinu 2001. KSÍ kynnti fyrr á árinu nýtt merki sambandsins og í frétt á vef KSÍ í morgun segir frá því að nýtt landsliðsmerki verði kynnt í lok næsta mánaðar. Það merki mun vera á landsliðsbúningnum. Knattspyrnusamband Íslands hefur samið við íþróttavöruframleiðandann PUMA til næstu sex ára. Samningur KSÍ og PUMA tekur gildi 1. júlí og tekur við af samningi KSÍ og Errea, en landsliðin hafa leikið í Errea fatnaði frá árinu 2001. https://t.co/sJBvpUmDNn#fyririsland pic.twitter.com/pXsg8RMl4g— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) May 26, 2020 „Ég vil byrja á að nota tækifærið og þakka Errea fyrir langt og farsælt samstarf, KSÍ og Errea hafa upplifað margt saman í gegnum árin. Nú er komið að nýjum kafla í búningasögunni og næstu skref á okkar vegferð tökum við með PUMA,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. „Við erum afar spennt fyrir samstarfinu við PUMA, sem er án vafa eitt fremsta íþróttavörumerkið í heiminum í dag, og hlökkum mjög til þess að sjá fyrsta PUMA búning landsliða Íslands kynntan um miðjan júlí. Ekki má gleyma því að við ætlum að kynna nýtt myndmerki landsliðanna okkar í lok júní, þannig að nýji PUMA búningurinn verður með nýja landsliðsmerkinu.“ Björn Gulden forstjóri PUMA tók í svipaðan streng. „Íslensku landsliðin hafa náð ótrúlegum árangri í fótboltanum undanfarin ár. Þrátt fyrir að vera fámenn þjóð hafa Íslendingar sýnt að það er hægt að ná langt með hæfileikum, rétta viðhorfinu og ekki síður einstakri liðsheild. Ég vænti mikils af samstarfinu við KSÍ og hlakka til þeirra verkefna sem eru framundan.“
KSÍ Fótbolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Sjá meira