„Afar óraunhæft“ að halda ÓL 2021 ef ekki finnst bóluefni Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2020 19:00 Anton Sveinn Mckee er eini íslenski íþróttamaðurinn sem tryggt hefur sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó. VÍSIR/EPA Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur sagst gera sér vonir um að bóluefni gegn einhverju formi kórónuveirunnar verði orðið að veruleika innan árs. Það hvort bóluefni verður til á svo skömmum tíma breytir öllu um möguleikann á að hægt verði að halda Ólympíuleikana, sem þegar hefur verið frestað um eitt ár. Þetta segir Devi Sridhar, sem er yfir alþjóðaheilbrigðisvísindasviði við Edinborgar-háskóla, á vef BBC. Hann tekur í svipaðan streng og Kári: „Við heyrum frá vísindamönnum að þetta gæti verið mögulegt. Ég hefði haldið að við værum ári eða einu og hálfu ári frá því, en okkur skilst að mögulega takist þetta fyrr,“ sagði Sridhar um það hvenær bóluefni geti orðið til. „Ef við fáum fram bóluefni á næsta árinu þá tel ég raunhæft að Ólympíuleikarnir verði haldnir. Bóluefnið er það sem breytir öllu, ef það virkar vel og er á viðráðanlegu verði. Ef að þessi vísindaárangur næst ekki þá er þetta mjög óraunhæft [að halda leikana]. Ég held að það hafi verið rétt mat að fresta leikunum um ár og endurmeta svo stöðuna,“ sagði Sridhar. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi til 6. maí í Japan vegna vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar, en Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra eiga að fara fram í Tókýó sumarið 2021. Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Sérfræðingur í heilbrigðisvísindum segir afar óraunhæft að hægt verði að halda Ólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra árið 2021 verði ekki komið bóluefni við kórónuveirunni. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur sagst gera sér vonir um að bóluefni gegn einhverju formi kórónuveirunnar verði orðið að veruleika innan árs. Það hvort bóluefni verður til á svo skömmum tíma breytir öllu um möguleikann á að hægt verði að halda Ólympíuleikana, sem þegar hefur verið frestað um eitt ár. Þetta segir Devi Sridhar, sem er yfir alþjóðaheilbrigðisvísindasviði við Edinborgar-háskóla, á vef BBC. Hann tekur í svipaðan streng og Kári: „Við heyrum frá vísindamönnum að þetta gæti verið mögulegt. Ég hefði haldið að við værum ári eða einu og hálfu ári frá því, en okkur skilst að mögulega takist þetta fyrr,“ sagði Sridhar um það hvenær bóluefni geti orðið til. „Ef við fáum fram bóluefni á næsta árinu þá tel ég raunhæft að Ólympíuleikarnir verði haldnir. Bóluefnið er það sem breytir öllu, ef það virkar vel og er á viðráðanlegu verði. Ef að þessi vísindaárangur næst ekki þá er þetta mjög óraunhæft [að halda leikana]. Ég held að það hafi verið rétt mat að fresta leikunum um ár og endurmeta svo stöðuna,“ sagði Sridhar. Lýst hefur verið yfir neyðarástandi til 6. maí í Japan vegna vaxandi útbreiðslu kórónuveirunnar, en Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra eiga að fara fram í Tókýó sumarið 2021.
Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15 Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33 Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins Körfubolti Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Enski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu Í beinni: Man. City - Leicester | Lífið án Haaland Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Keflvíkingar í gini úlfsins „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Eins og draumur að rætast“ „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Dagskráin í dag: Úrslitakeppni karla hefst „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Sjá meira
Ólympíuleikarnir í Tókýó hefjast 23. júlí 2021 Nýjar dagsetningar fyrir Ólympíuleikana í Tókýó hafa verið gefnar út. 30. mars 2020 12:15
Ólympíuleikunum í Tókýó verður frestað til 2021 Ólympíuleikarnir 2020 breytast í dag í Ólympíuleikanna 2021 eftir að Japanir létu loksins undan pressunni. IOC hefur staðfest þessar fréttir. 24. mars 2020 12:33