Kylfingar límdir við tölvuskjáinn og slást um rástíma Jakob Bjarnar skrifar 27. maí 2020 09:15 Allir golfvellir á höfuðborgarsvæðinu hafa verið stappfullir í allt vor eða frá því þeir opnuðu. Hugsanlega mun leiðinleg tíð nú setja strik í reikninginn en á kvöldin klukkan 22 sitja kylfingar við tölvur sínar og slást um rástímana. visir/vilhelm Maður nokkur hugðist fara í Bása, æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti í síðustu viku til að slá úr einni fötu, eins og það heitir. Vinna í heldur stirðbusalegri sveiflunni fyrir golfsumarið. Klukkan var sex að kvöldi en það var röð fyrir utan húsið. Æfingabásarnir eru alls 73 talsins. Maður við mann á öllum æfingasvæðum þar við. Tíðindamaður Vísis hefur aldrei séð annað eins og lét sig hverfa. Sannkallað golfæði ríkir á Íslandi. Þar eru ýmsir samverkandi þættir sem valda. Klukkan 22 öll kvöld sitja ákafir golfáhugamenn spenntir við tölvur sínar. Þeir reyna að stökkva til og smella músarbendlingum í þar til gerðan glugga í nýju bókunarkerfi GSÍ og helga sér reit. Vera á undan öðrum. Til að skrá sig til leiks fjóra daga fram í tímann. Veður upp á von og óvon. Æsispennandi kapphlaup sem er búið nánast áður en það byrjar. Því undir hælinn er lagt hvort menn ná rástíma. Allir rástímar fyllast á innan við mínútu. Slegist um rástímana Haukur Örn Birgisson er forseti GSÍ og hann segir þetta rétt. Slegist er um rástímana. Allir golfvellir eru stappfullir og hafa verið í allt vor. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ segir mikla aukningu þeirra sem leggja stund á golf nú lúxusvandamál. Vísir/Daníel „Til dæmis í Þorlákshöfn, á fyrstu þremur fjórum vikum tímabils eða til 10. maí var golfklúbbur Þorlákshafnar búinn að selja 4 þúsund vallagjöld. Allt síðasta ár seldi klúbburinn sjö þúsund vallargjöld!“ segir Haukur Örn og má af því sjá að kylfingar gátu vart beðið eftir því að hefja leik. Þeir eru ekkert alltof margir vellirnir sem opna að vori til en þeir voru allir troðfullir og bókaðir marga daga fram í tímann nú í vor. Eftir að golfklúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu velli sína hefur allt verið uppbókað marga daga fram í tímann. Þó hefur ekki verið neitt frábært veður. Forsetinn segir þetta auðvitað hafa kosti og galla í för með sér, ekki komist allir að þegar þeir vilji. En þetta verði að teljast lúxusvandamál. Hin mikla ásókn er farin að reyna á taugakerfi margs kylfingsins. Til að mynda segir Rósant Birgisson, kunnur kylfingur sem er í GR á Facebooksíðu kylfinga „Kylfingar á Íslandi. Allt um golf“: „Ég er með fjaraðild upp á Skaga. Lítið mál að fá rástíma, frábær matur og þjónusta og það sem öllu skiptir, langbesti völlur landsins. Búinn að ná einum félaga mínum í fjaraðild og fleiri að hugsa málið. Ef ekkert breytist fljótlega hjá GR varðandi rástímabókanir þá hættir mýgrútur af fólki í klúbbnum enda ótækt að vera að borga fulla aðild og komast [svo bara] í golf eftir dúk og disk,“ segir Rósant og er ekki hættur: Rósant Birgisson er einn fjölmargra kylfinga sem telur ásókn á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu komið út yfir allan þjófabálk.Vísir/Jakob „Fólk yrði ekki sátt ef það kæmi í World Class dag eftir dag og Bjössi Leifs stæði í hurðinni og segði að það væri því miður fullt næstu 3 daga en gætir prófað að vera við tölvuna kl. 22.00 og sjá hvort það væri laust eftir 4 daga.“ Þess staða hefur vitaskuld ekki farið fram hjá þeim í Golfforystunni. En þar sjá menn þetta eilítið öðrum augum en þeir sem vilja bara komast í sitt golf og engar refjar. „Þetta eru vaxtarverkir. En jákvætt vandamál. Það hefðu allir þegið þetta fyrir 10 árum; að fá tvöföldun kylfinga þó því hefði fylgt einhver vandamál,“ segir Haukur Örn. Þúsundir íslenskra kylfinga alla jafna í útlöndum Golfsambandið er sem sagt að horfa upp á sprengingu í golfinu. Og þar á bæ hljóta menn að hafa reynt að leggja niður fyrir sig hvað veldur? Sennilega eru þar margir samverkandi þættir. Básar. Æfingaaðstaða Golfklúbbs Reykjavíkur. Þar er troðið frá morgni til kvölds.visir/vilhelm „Örugglega er mjög stór hluti ástæðunnar sú er að allir kylfingar landsins eru nú staddir á Íslandi,“ segir forsetinn. Þá vegna Covid-faraldursins. Hann segist ekki hafa tölur yfir það en meta megi það sem svo að í maí og apríl ár hvert fari þúsundir Íslendinga utan, einkum til Spánar og Bretlands, til að iðka golf. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir en ýmist fer fólk á eigin vegum eða í skipulagðar ferðir að skipulagðar af ferðaskrifstofum. Víst er að margir kylfingar eru að upplifa íslenskt vor í eftir fjölmörg ár í útlöndum. „Svo held ég að þessi innilokun allan marsmánuð hafi gert fólk enn spenntara fyrir því að komast út. Ekkert margar íþróttir sem hægt hefur verið að stunda. Allir flykkjast í golf.“ Golf er í tísku Haukur Örn bendir á að fyrir fimm eða sex árum hafi hjólreiðar verið að ryðja sér mjög til rúms. „Það átti að vera sportið. Mér finnst golfið vera á þeim stað núna. Mikið af fólki sem er að finna sér nýtt áhugamál og það fólk er að velja golfíþróttina. Það koma upp tískubólur eins og hjólreiðarnar voru fyrir nokkrum árum. Það er bara eitthvað í vatninu. Þetta er ár golfsins. Við erum sátt við það.“ Áhugi á golfíþróttinni hefur verið vaxandi. Skráðum sem óskráðum kylfingum hefur fjölgað jafnt og þétt og var metfjölgun í fyrra. Á milli 2018 og 2019 fjölgaði skráðum kylfingum um fjögur prósent. Sem var þá mesta fjölgun í meira en áratug. Um sextíu golfvellir eru með vítt og breytt um landið. Fjölmargir íslenskir kylfingar eru nú að upplifa íslenskt vor eftir að hafa byrjað tímabilið ýmist á Spáni, Bretlandseyjum eða Bandaríkjunum.visir/vilhelm „Í fyrra var einstaklega gott veður. Við vorum spenntir; er fjölgunin komið til að vera? Og ekki verður betur séð en að svo sé. Þátttakendatölur núna benda til þess. Ég held að þetta verði besta golfsumar í manna minnum hvað iðkun varðar.“ Í skýrslu sem lögð var fyrir síðasta golfþing má meðal annars sjá þessar athyglisverða tölfræði sem sjá má víða í þessari umfjöllun. Golfið hentar vel í Covid-fári En, fleira spilar inn í en sýnilegur aukinn áhugi og sú staðreynd að Íslendingar sem öðrum kosti væru í útlöndum að sveifla kylfum sínum. Haukur Örn segir að vegna Covid-19 séu allir bestu kylfingar landsins nú heima og umfjöllun um keppnisgolfið skili sér til þeirra sem yngri eru. Íslendingum gefst nú færi á að fylgjast með öllum sínum helstu stjörnum etja kappi á heimavelli. Og enn einn þáttinn má nefna sem er atvinnuleysi/hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar sem þýðir að þúsundir manna eru lausir við og margir þeirra nota tækifærið og fara í golf. „Ég held það. Við sáum þetta eftir efnahagshrunið 2009. Við bjuggumst við að kylfingum myndi fækka en það varð öfugt. En þá varð fjölgun um tvö prósent. Fólk reyndist ekki tilbúið að fórna áhugamáli sínu þrátt fyrir að vera tekjuminna. Fólk á í efnahagslegum erfiðleikum en er ekki tilbúið að sleppa tækifærinu til að fara í golf. Það veitir lífsfyllingu og er holl og góð líkamsrækt.“ Forseti GSÍ telur það spila inn í aukna ásókn að þó nú sé búið að opna í sund og ræktina, með takmörkunum þó, sé ýmis hreyfing tengd íþróttum sem ekki hefur staðið til boða önnur. „Golfið hefur verið eina íþróttin sem fólk hefur getað stundað.“ Konur og gamlingjar streyma í golfið Í talnaefni sem Golfsamband Íslands hefur tekið saman sýnir að skráðir kylfingar eru rúmlega 17 þúsund. Haukur Örn segir að í fyrsta skipti í fyrra hafi fjöldinn farið yfir 17 þúsundin. Hann gerir ráð fyrir því að enn muni fjölga í hópnum á þessu ári. „Þá eru 15 til 17 þúsund manns til viðbótar sem leika golf með reglulegum hætti; oftar en fimm sinnum að sumri. Þetta þýðir að um tíu prósent þjóðarinnar stunda golf. Sem er auðvitað heimsmet miðað við höfðatölu eins og er með svo margt annað á Íslandi.“ Og enn eitt sem atriði sem hefur orðið til að leggja lóð á þessar vogaskálar er mikil vakning á undanförnum árum hjá konum og eldri borgurum. Gífurleg vakning hefur verið meðal eldri borgara; þeir sækja mjög grimmt í golfið sem kemur ekki á óvart. Golfið býður upp á góðra dægrastyttingu, útiveru og góða líkamsrækt.visir/vilhelm „Konum hefur fjölgað á síðust liðnum 15 árum eða svo, úr því að vera 10 prósent upp í að verða einn þriðji kylfinga,“ segir Haukur Örn. Samhliða hefur meðalaldur kylfinga farið hækkandi. Forsetinn segir það áhyggjuefni upp að ákveðnu marki. „Við viljum fá ungt fólk í meira magni inn í íþróttina. Stórum hluta til vegna þess að fólk eftir miðjan aldur er að byrja að leika golf. Allir sjá eftir því að hafa byrjað of seint.“ Golf og tölvumál ekki í takti Varla hefur það farið fram hjá þeim sem fylgjast með golfinu að tölvumálin og vefurinn golf.is hefur reynst Golfsambandi Íslands óþægur ljár í þúfu. Forsetinn sjálfur vakti máls á þessu í pistli í upphafi tímabils fyrir tveimur árum undir fyrirsögninni „Eruð þið að grínast í mér?“ Til stóð að kynna með pompi og prakt nýja heimasíðu og kerfi til skráningar á forgjöf, tölfræði, mótum og rástímum. Hún virkaði ekki. „Við erum miður okkar yfir því hvernig til tókst og biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta olli kylfingum og klúbbum. Vonbrigði okkar eru mikil og við leynum því ekki. Undanfarna mánuði hafa fjölmargir lagt nótt við nýtan dag við að endurgera vefinn og væntingarnar voru miklar. Okkur langaði að færa kylfingum fallega sumargjöf. Það var því ömurlegt að sjá hvernig fór, þegar vefurinn var loksins kynntur til leiks. Við erum miður okkar yfir því hvernig til tókst og biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta olli kylfingum og klúbbum. Vonbrigði okkar eru mikil og við leynum því ekki,“ sagði Haukur Örn þá. Golfsambandið hrökk til baka og tók upp sinn gamla vef sem ekki hafði verið mikil ánægja með. 15 milljónir fyrir nýtt tölvukerfi Í vor var svo kynnt nýtt kerfi til sögunnar – Golfbox – sem GSÍ keypti sérstaklega af dönskum aðilum. Að sögn Hauks Arnar er kostnaðurinn við það sá hinn sami og sambandið myndi verja í að þróa kerfið sjálft, uppfæra og halda við. Eða 12 til 15 milljónir á ári. Hann segir að GSÍ hafi fengið gott verð hjá eigendum tölvukerfisins en tekið var tillit til þess að sambandið er lítið í alþjóðlegum samanburði. „Nokkuð vel sloppið,“ segir Haukur Örn. Og að með í kaupunum fylgi allt utanumhald hins alþjóðlega fyrirtækis sem hefur yfir að ráða fjölda sérhæfðs starfsfólks. Verðið er reyndar í evrum og það á eftir að koma betur í ljós hversu hagstætt þetta er að teknu tilliti til gengis hinnar íslensku krónu. Golfbox hefur hins vegar ekki slegið í gegn meðal íslenskra kylfinga. Á Facebooksíðunni Kylfingar, allt um golf, hafa margir kvartað undan því að kerfið sé óþjált og útlitslega sé það eins og 30 ára. Fáein dæmi um kvartanir innan vébanda kylfinga eins og þær birtast í helsta Facebookhópi sem lætur sig golf varða. Forsetinn er hins vegar ánægður, segir reyndar að strax í haust verið kynnt meiriháttar uppfærsla á kerfinu og öllu viðmóti. Þá hverfur símaappið og vefurinn sjálfur verður farsímavænn. „Niðurstaðan á aukagolfþingi sumarið 2019 var sú að hætta þróun á eigin hugbúnaði og kaupa þessa tilbúna lausn. Það fór góðum sögum af henni, hún er notað víðsvegar um heim, hefur sannað sig og er notuð af milljónum kylfinga. Því var ákveðið að skipta yfir í þetta. Golfsamband Íslands er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Við gætum aldrei verið að eltast við þessar tæknilegu kröfur, þarfir kylfinga, fyrir ekki stærra samband en okkar, að vel athugðu máli,“ segir Haukur Örn. Fólk þarf að læra á kerfið Varðandi kvartanir sem GSÍ hefur vissulega ekki farið varhluta af segir Haukur Örn að það hafi verið vitað að innleiðingarferlið kynni að reynast strembið. „Við erum með 17 þúsund kylfingar sem eru vanir öðru kerfi og kunna mismikið á tölvur. Það tekur tíma að læra á þetta og við vissum að það yrðu einhverir þröskuldar, einhver virkni erfið svo sem að keyra saman við félagatal og svo framvegis.“ Konur hafa streymt í golfið undanfarin árin. Um aldamót voru þær um tíu prósent en eru nú þriðjungur þeirra sem stunda golfíþróttina.visir/vilhelm Haukur Örn segir fyrirliggjandi að aðlögun yrði strembin en heilt yfir hafi gengið vel. „Nú reynir á þolinmæði. Auðvitað hefur komið fram gagnrýni til dæmis á útlit og sitt sýnist hverjum. Næsta haust verður lausnin flott í símanum og það slær vonandi á þær óánægjuraddir sem finnst liturinn ekki nógu flottur. Virknin er til staðar en vandamálið er að fólk kann ekki nógu vel á hana. Notandinn kann ekki nógu vel á kerfið ennþá sem er fullkomlega skiljanlegt. Og klúbbarnir þurfa sjálfir að kunna á þetta. Þarna eru böggar en þá er það oftast vegna þess að notkunin er ekki rétt.“ Forsetinn boðar þolinmæði og bendir fólki á að sýna biðlund, þetta taki tíma, en kerfið virki alveg og virki vel. „Það væri skrítið ef það virkaði ekki fyrir okkur en milljónir útlendinga. Einn liður í vandkvæðum er sá að við ætluðum okkur að kynna lausnina betur, vera með kennsluefni og kynningarefni tilbúið en Covid gerði að verkum að það tafðist. Það þurfti að skrúfa niður starfshlutfall starfsmanna sem áttu að vera að búa til þetta kynningarefni. Við vorum mánuði á eftir áætlun í kynningunni. Það þurfti að minnka starfshlutfall, við lentum í því að ná ekki að klára þetta. Fólk þarf að slípast og ég held að þegar við horfum í baksýnisspegilinn verðum við sannfærð um að þetta var góð ráðstöfun.“ Golf Eldri borgarar Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ólafía Þórunn vann fyrsta mót ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir bar sigur úr býtum á fyrsta móti ársins í Golfmótaröð GSÍ. 24. maí 2020 20:36 Kylfingar í úlfakreppu vegna ofurstrangra reglna Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ á í vök að verjast vegna málsins. 15. apríl 2020 11:07 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Maður nokkur hugðist fara í Bása, æfingasvæði Golfklúbbs Reykjavíkur í Grafarholti í síðustu viku til að slá úr einni fötu, eins og það heitir. Vinna í heldur stirðbusalegri sveiflunni fyrir golfsumarið. Klukkan var sex að kvöldi en það var röð fyrir utan húsið. Æfingabásarnir eru alls 73 talsins. Maður við mann á öllum æfingasvæðum þar við. Tíðindamaður Vísis hefur aldrei séð annað eins og lét sig hverfa. Sannkallað golfæði ríkir á Íslandi. Þar eru ýmsir samverkandi þættir sem valda. Klukkan 22 öll kvöld sitja ákafir golfáhugamenn spenntir við tölvur sínar. Þeir reyna að stökkva til og smella músarbendlingum í þar til gerðan glugga í nýju bókunarkerfi GSÍ og helga sér reit. Vera á undan öðrum. Til að skrá sig til leiks fjóra daga fram í tímann. Veður upp á von og óvon. Æsispennandi kapphlaup sem er búið nánast áður en það byrjar. Því undir hælinn er lagt hvort menn ná rástíma. Allir rástímar fyllast á innan við mínútu. Slegist um rástímana Haukur Örn Birgisson er forseti GSÍ og hann segir þetta rétt. Slegist er um rástímana. Allir golfvellir eru stappfullir og hafa verið í allt vor. Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ segir mikla aukningu þeirra sem leggja stund á golf nú lúxusvandamál. Vísir/Daníel „Til dæmis í Þorlákshöfn, á fyrstu þremur fjórum vikum tímabils eða til 10. maí var golfklúbbur Þorlákshafnar búinn að selja 4 þúsund vallagjöld. Allt síðasta ár seldi klúbburinn sjö þúsund vallargjöld!“ segir Haukur Örn og má af því sjá að kylfingar gátu vart beðið eftir því að hefja leik. Þeir eru ekkert alltof margir vellirnir sem opna að vori til en þeir voru allir troðfullir og bókaðir marga daga fram í tímann nú í vor. Eftir að golfklúbbarnir á höfuðborgarsvæðinu opnuðu velli sína hefur allt verið uppbókað marga daga fram í tímann. Þó hefur ekki verið neitt frábært veður. Forsetinn segir þetta auðvitað hafa kosti og galla í för með sér, ekki komist allir að þegar þeir vilji. En þetta verði að teljast lúxusvandamál. Hin mikla ásókn er farin að reyna á taugakerfi margs kylfingsins. Til að mynda segir Rósant Birgisson, kunnur kylfingur sem er í GR á Facebooksíðu kylfinga „Kylfingar á Íslandi. Allt um golf“: „Ég er með fjaraðild upp á Skaga. Lítið mál að fá rástíma, frábær matur og þjónusta og það sem öllu skiptir, langbesti völlur landsins. Búinn að ná einum félaga mínum í fjaraðild og fleiri að hugsa málið. Ef ekkert breytist fljótlega hjá GR varðandi rástímabókanir þá hættir mýgrútur af fólki í klúbbnum enda ótækt að vera að borga fulla aðild og komast [svo bara] í golf eftir dúk og disk,“ segir Rósant og er ekki hættur: Rósant Birgisson er einn fjölmargra kylfinga sem telur ásókn á golfvelli á höfuðborgarsvæðinu komið út yfir allan þjófabálk.Vísir/Jakob „Fólk yrði ekki sátt ef það kæmi í World Class dag eftir dag og Bjössi Leifs stæði í hurðinni og segði að það væri því miður fullt næstu 3 daga en gætir prófað að vera við tölvuna kl. 22.00 og sjá hvort það væri laust eftir 4 daga.“ Þess staða hefur vitaskuld ekki farið fram hjá þeim í Golfforystunni. En þar sjá menn þetta eilítið öðrum augum en þeir sem vilja bara komast í sitt golf og engar refjar. „Þetta eru vaxtarverkir. En jákvætt vandamál. Það hefðu allir þegið þetta fyrir 10 árum; að fá tvöföldun kylfinga þó því hefði fylgt einhver vandamál,“ segir Haukur Örn. Þúsundir íslenskra kylfinga alla jafna í útlöndum Golfsambandið er sem sagt að horfa upp á sprengingu í golfinu. Og þar á bæ hljóta menn að hafa reynt að leggja niður fyrir sig hvað veldur? Sennilega eru þar margir samverkandi þættir. Básar. Æfingaaðstaða Golfklúbbs Reykjavíkur. Þar er troðið frá morgni til kvölds.visir/vilhelm „Örugglega er mjög stór hluti ástæðunnar sú er að allir kylfingar landsins eru nú staddir á Íslandi,“ segir forsetinn. Þá vegna Covid-faraldursins. Hann segist ekki hafa tölur yfir það en meta megi það sem svo að í maí og apríl ár hvert fari þúsundir Íslendinga utan, einkum til Spánar og Bretlands, til að iðka golf. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir en ýmist fer fólk á eigin vegum eða í skipulagðar ferðir að skipulagðar af ferðaskrifstofum. Víst er að margir kylfingar eru að upplifa íslenskt vor í eftir fjölmörg ár í útlöndum. „Svo held ég að þessi innilokun allan marsmánuð hafi gert fólk enn spenntara fyrir því að komast út. Ekkert margar íþróttir sem hægt hefur verið að stunda. Allir flykkjast í golf.“ Golf er í tísku Haukur Örn bendir á að fyrir fimm eða sex árum hafi hjólreiðar verið að ryðja sér mjög til rúms. „Það átti að vera sportið. Mér finnst golfið vera á þeim stað núna. Mikið af fólki sem er að finna sér nýtt áhugamál og það fólk er að velja golfíþróttina. Það koma upp tískubólur eins og hjólreiðarnar voru fyrir nokkrum árum. Það er bara eitthvað í vatninu. Þetta er ár golfsins. Við erum sátt við það.“ Áhugi á golfíþróttinni hefur verið vaxandi. Skráðum sem óskráðum kylfingum hefur fjölgað jafnt og þétt og var metfjölgun í fyrra. Á milli 2018 og 2019 fjölgaði skráðum kylfingum um fjögur prósent. Sem var þá mesta fjölgun í meira en áratug. Um sextíu golfvellir eru með vítt og breytt um landið. Fjölmargir íslenskir kylfingar eru nú að upplifa íslenskt vor eftir að hafa byrjað tímabilið ýmist á Spáni, Bretlandseyjum eða Bandaríkjunum.visir/vilhelm „Í fyrra var einstaklega gott veður. Við vorum spenntir; er fjölgunin komið til að vera? Og ekki verður betur séð en að svo sé. Þátttakendatölur núna benda til þess. Ég held að þetta verði besta golfsumar í manna minnum hvað iðkun varðar.“ Í skýrslu sem lögð var fyrir síðasta golfþing má meðal annars sjá þessar athyglisverða tölfræði sem sjá má víða í þessari umfjöllun. Golfið hentar vel í Covid-fári En, fleira spilar inn í en sýnilegur aukinn áhugi og sú staðreynd að Íslendingar sem öðrum kosti væru í útlöndum að sveifla kylfum sínum. Haukur Örn segir að vegna Covid-19 séu allir bestu kylfingar landsins nú heima og umfjöllun um keppnisgolfið skili sér til þeirra sem yngri eru. Íslendingum gefst nú færi á að fylgjast með öllum sínum helstu stjörnum etja kappi á heimavelli. Og enn einn þáttinn má nefna sem er atvinnuleysi/hlutabótaleið ríkisstjórnarinnar sem þýðir að þúsundir manna eru lausir við og margir þeirra nota tækifærið og fara í golf. „Ég held það. Við sáum þetta eftir efnahagshrunið 2009. Við bjuggumst við að kylfingum myndi fækka en það varð öfugt. En þá varð fjölgun um tvö prósent. Fólk reyndist ekki tilbúið að fórna áhugamáli sínu þrátt fyrir að vera tekjuminna. Fólk á í efnahagslegum erfiðleikum en er ekki tilbúið að sleppa tækifærinu til að fara í golf. Það veitir lífsfyllingu og er holl og góð líkamsrækt.“ Forseti GSÍ telur það spila inn í aukna ásókn að þó nú sé búið að opna í sund og ræktina, með takmörkunum þó, sé ýmis hreyfing tengd íþróttum sem ekki hefur staðið til boða önnur. „Golfið hefur verið eina íþróttin sem fólk hefur getað stundað.“ Konur og gamlingjar streyma í golfið Í talnaefni sem Golfsamband Íslands hefur tekið saman sýnir að skráðir kylfingar eru rúmlega 17 þúsund. Haukur Örn segir að í fyrsta skipti í fyrra hafi fjöldinn farið yfir 17 þúsundin. Hann gerir ráð fyrir því að enn muni fjölga í hópnum á þessu ári. „Þá eru 15 til 17 þúsund manns til viðbótar sem leika golf með reglulegum hætti; oftar en fimm sinnum að sumri. Þetta þýðir að um tíu prósent þjóðarinnar stunda golf. Sem er auðvitað heimsmet miðað við höfðatölu eins og er með svo margt annað á Íslandi.“ Og enn eitt sem atriði sem hefur orðið til að leggja lóð á þessar vogaskálar er mikil vakning á undanförnum árum hjá konum og eldri borgurum. Gífurleg vakning hefur verið meðal eldri borgara; þeir sækja mjög grimmt í golfið sem kemur ekki á óvart. Golfið býður upp á góðra dægrastyttingu, útiveru og góða líkamsrækt.visir/vilhelm „Konum hefur fjölgað á síðust liðnum 15 árum eða svo, úr því að vera 10 prósent upp í að verða einn þriðji kylfinga,“ segir Haukur Örn. Samhliða hefur meðalaldur kylfinga farið hækkandi. Forsetinn segir það áhyggjuefni upp að ákveðnu marki. „Við viljum fá ungt fólk í meira magni inn í íþróttina. Stórum hluta til vegna þess að fólk eftir miðjan aldur er að byrja að leika golf. Allir sjá eftir því að hafa byrjað of seint.“ Golf og tölvumál ekki í takti Varla hefur það farið fram hjá þeim sem fylgjast með golfinu að tölvumálin og vefurinn golf.is hefur reynst Golfsambandi Íslands óþægur ljár í þúfu. Forsetinn sjálfur vakti máls á þessu í pistli í upphafi tímabils fyrir tveimur árum undir fyrirsögninni „Eruð þið að grínast í mér?“ Til stóð að kynna með pompi og prakt nýja heimasíðu og kerfi til skráningar á forgjöf, tölfræði, mótum og rástímum. Hún virkaði ekki. „Við erum miður okkar yfir því hvernig til tókst og biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta olli kylfingum og klúbbum. Vonbrigði okkar eru mikil og við leynum því ekki. Undanfarna mánuði hafa fjölmargir lagt nótt við nýtan dag við að endurgera vefinn og væntingarnar voru miklar. Okkur langaði að færa kylfingum fallega sumargjöf. Það var því ömurlegt að sjá hvernig fór, þegar vefurinn var loksins kynntur til leiks. Við erum miður okkar yfir því hvernig til tókst og biðjumst innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta olli kylfingum og klúbbum. Vonbrigði okkar eru mikil og við leynum því ekki,“ sagði Haukur Örn þá. Golfsambandið hrökk til baka og tók upp sinn gamla vef sem ekki hafði verið mikil ánægja með. 15 milljónir fyrir nýtt tölvukerfi Í vor var svo kynnt nýtt kerfi til sögunnar – Golfbox – sem GSÍ keypti sérstaklega af dönskum aðilum. Að sögn Hauks Arnar er kostnaðurinn við það sá hinn sami og sambandið myndi verja í að þróa kerfið sjálft, uppfæra og halda við. Eða 12 til 15 milljónir á ári. Hann segir að GSÍ hafi fengið gott verð hjá eigendum tölvukerfisins en tekið var tillit til þess að sambandið er lítið í alþjóðlegum samanburði. „Nokkuð vel sloppið,“ segir Haukur Örn. Og að með í kaupunum fylgi allt utanumhald hins alþjóðlega fyrirtækis sem hefur yfir að ráða fjölda sérhæfðs starfsfólks. Verðið er reyndar í evrum og það á eftir að koma betur í ljós hversu hagstætt þetta er að teknu tilliti til gengis hinnar íslensku krónu. Golfbox hefur hins vegar ekki slegið í gegn meðal íslenskra kylfinga. Á Facebooksíðunni Kylfingar, allt um golf, hafa margir kvartað undan því að kerfið sé óþjált og útlitslega sé það eins og 30 ára. Fáein dæmi um kvartanir innan vébanda kylfinga eins og þær birtast í helsta Facebookhópi sem lætur sig golf varða. Forsetinn er hins vegar ánægður, segir reyndar að strax í haust verið kynnt meiriháttar uppfærsla á kerfinu og öllu viðmóti. Þá hverfur símaappið og vefurinn sjálfur verður farsímavænn. „Niðurstaðan á aukagolfþingi sumarið 2019 var sú að hætta þróun á eigin hugbúnaði og kaupa þessa tilbúna lausn. Það fór góðum sögum af henni, hún er notað víðsvegar um heim, hefur sannað sig og er notuð af milljónum kylfinga. Því var ákveðið að skipta yfir í þetta. Golfsamband Íslands er ekki hugbúnaðarfyrirtæki. Við gætum aldrei verið að eltast við þessar tæknilegu kröfur, þarfir kylfinga, fyrir ekki stærra samband en okkar, að vel athugðu máli,“ segir Haukur Örn. Fólk þarf að læra á kerfið Varðandi kvartanir sem GSÍ hefur vissulega ekki farið varhluta af segir Haukur Örn að það hafi verið vitað að innleiðingarferlið kynni að reynast strembið. „Við erum með 17 þúsund kylfingar sem eru vanir öðru kerfi og kunna mismikið á tölvur. Það tekur tíma að læra á þetta og við vissum að það yrðu einhverir þröskuldar, einhver virkni erfið svo sem að keyra saman við félagatal og svo framvegis.“ Konur hafa streymt í golfið undanfarin árin. Um aldamót voru þær um tíu prósent en eru nú þriðjungur þeirra sem stunda golfíþróttina.visir/vilhelm Haukur Örn segir fyrirliggjandi að aðlögun yrði strembin en heilt yfir hafi gengið vel. „Nú reynir á þolinmæði. Auðvitað hefur komið fram gagnrýni til dæmis á útlit og sitt sýnist hverjum. Næsta haust verður lausnin flott í símanum og það slær vonandi á þær óánægjuraddir sem finnst liturinn ekki nógu flottur. Virknin er til staðar en vandamálið er að fólk kann ekki nógu vel á hana. Notandinn kann ekki nógu vel á kerfið ennþá sem er fullkomlega skiljanlegt. Og klúbbarnir þurfa sjálfir að kunna á þetta. Þarna eru böggar en þá er það oftast vegna þess að notkunin er ekki rétt.“ Forsetinn boðar þolinmæði og bendir fólki á að sýna biðlund, þetta taki tíma, en kerfið virki alveg og virki vel. „Það væri skrítið ef það virkaði ekki fyrir okkur en milljónir útlendinga. Einn liður í vandkvæðum er sá að við ætluðum okkur að kynna lausnina betur, vera með kennsluefni og kynningarefni tilbúið en Covid gerði að verkum að það tafðist. Það þurfti að skrúfa niður starfshlutfall starfsmanna sem áttu að vera að búa til þetta kynningarefni. Við vorum mánuði á eftir áætlun í kynningunni. Það þurfti að minnka starfshlutfall, við lentum í því að ná ekki að klára þetta. Fólk þarf að slípast og ég held að þegar við horfum í baksýnisspegilinn verðum við sannfærð um að þetta var góð ráðstöfun.“
Golf Eldri borgarar Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ólafía Þórunn vann fyrsta mót ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir bar sigur úr býtum á fyrsta móti ársins í Golfmótaröð GSÍ. 24. maí 2020 20:36 Kylfingar í úlfakreppu vegna ofurstrangra reglna Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ á í vök að verjast vegna málsins. 15. apríl 2020 11:07 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Ólafía Þórunn vann fyrsta mót ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir bar sigur úr býtum á fyrsta móti ársins í Golfmótaröð GSÍ. 24. maí 2020 20:36
Kylfingar í úlfakreppu vegna ofurstrangra reglna Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ á í vök að verjast vegna málsins. 15. apríl 2020 11:07