Kastrup nánast tómur áður en landamærunum verður skellt í lás Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2020 08:04 Frá Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn. Myndin er úr safni. Vísir/EPA Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Fátt hefur verið um manninn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í morgun en strangar ferðatakmarkanir taka gildi í Danmörku á hádegi að dönskum tíma. Flugferðir frá Íslandi til Kaupmannahafnar eru enn á áætlun en þeim sem hafa ekki gilda ástæðu til inngöngu verður vísað frá. Danska ríkisstjórnin tilkynnti um að hún ætlaði svo gott sem að loka landamærunum að landinu til að hefta útbreiðslu kórónuveiruheimsfaraldursins í gær. Ferðabannið tekur gildi klukkan tólf að dönskum tíma, klukkan ellefu að íslenskum. Það gildir til 13. apríl. Samkvæmt upplýsingum á vefsíðu Isavia fór vél Icelandair á leið til Kaupmannahafnar í loftið um tuttugu mínútum á undan áætlun á áttunda tímanum í morgun. Seinni ferð flugfélagsins til Kaupmannahafnar um miðjan dag og ferð SAS fyrir hádegið eru enn sagðar á áætlun. Á heimasíðu Icelandair kemur fram að skilningur félagsins sé að danskir ríkisborgarar komist ávallt inn í landið og sömuleiðis þeir sem búa eða vinna í Danmörku. Þó megi búast við töfum við landamæraeftirlit. Öðrum, sem ekki hafa gilda ástæðu til að koma til Danmerkur, verði vísað frá. Hamstra bjór og ropvatn á landamærunum Danska ríkisútvarpið DR segir að tómlegt hafi verið um að litast á Kastrup-flugvelli í morgun þrátt fyrir að ferðabannið væri þá ekki enn komið í gildi. Tíðindin af ferðabanninu urðu mörgum Dönum jafnframt tilefni til að streyma í Fleggaard, verslun á landamærunum að Þýskalandi, til að gera innkaup áður en landamærunum verður skellt í lás. „Við heyrðum jú að landamærunum yrði lokað í dag svo við hugsuðum að við yrðum að koma hingað niður eftir og fylla á með bjór og ropvatni. Þetta stendur jú yfir páska svo maður verður að fylla á birgðirnar,“ segir Lars Hansen, einn þeirra sem gerðu sér ferð til Fleggaard í gærkvöldi.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11 Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Kaupmannahafnarflug morgundagsins á áætlun þrátt fyrir lokun landamæra Stjórnendur félagsins fara nú yfir stöðuna og fylgjast náið með gangi mála. 13. mars 2020 21:11
Danir loka landinu Dönskum landamærum verður lokað á hádegi á morgun til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. 13. mars 2020 18:21