Telur ólíklegt að útboð Icelandair höfði til nýrra fjárfesta Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. maí 2020 15:44 Frá hlutahafafundi Icelandair á föstudag, þar sem var einróma samþykkt að ráðast í hlutafjárútboð. Vísir/vilhelm Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Ólíklegt verður að teljast að Icelandair Group takist að sannfæra nýja fjárfesta um að leggja félaginu til fjármuni í núverandi árferði, að mati fyrrverandi forstjóra. Hluthafar félagsins þurfi því að líkindum að bera hitann og þungann af væntanlegu hlutafjárútboði, þar sem Icelandair Group hyggst safna allt að 29 milljörðum króna. Aðspurður um hvort fólk sé vongott um að flugfélaginu takist ætlunarverk sitt í hlutfjárútboðinu, sem fer fram í miðjum heimsfaraldri með meðfylgjandi ferðatakmörkunum, hlær Jón Karl Ólafsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair. „Þetta er góð spurning.“ Hann telur að árangur í hlutafjárútboðinu muni líklega ráðast af því hvort núverandi hluthafar vilji „bjarga“ eign þeirra í félaginu með því að láta Icelandir fá meira fjármagn. „Ég efast um að það séu margir nýir þarna úti en það á svo sem eftir að koma í ljós,“ segir Jón Karl. Hann segist að sama skapi ekki hafa mikla trú á því að Icelandair geti sótt fjármagn frá erlendum fjárfestum. „Menn hafa líka verið að velta fyrir sér hvort það væri hægt að fara eitthvað erlendis og ég held að það sé alveg gríðarlega ólíklegt í stöðunni, að það séu einhverjir erlendir fjárfestar að horfa hingað,“ segir Jón Karl. Önnur lönd séu að glíma við sömu stöðu, fyrirtæki séu almennt í miklum vanda og þurfi fjármagn. „Þar eru menn í óðaönn að reyna að leysa þetta með sama hætti og við hér.“ Þannig að þetta eru aðallega bara núverandi hluthafar að koma með meira fé? „Ég myndi halda að að sé líklegast, maður sér ekki beint hvar ættu að vera nýir hluthafar þarna úti sem eiga mikið fjármagn sem þeir eru tilbúnir að henda, eða láta í félagið. Ég held ekki, því miður,“ segir Jón Karl. Spjall hans við Harmageddon má heyra í heild hér að ofan.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Tengdar fréttir Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30 Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Icelandair stefnir á að hefja flug 15. júní „Við stefnum á að komast á flug upp úr 15. júní og ná sem fyrst að komast í daglega tíðni til okkar helstu áfangastaða til að byrja með og svo auðvitað fylgjumst við eins og allir aðrir með tilkynningum frá okkar nágrannalöndum um hvenær þau opna,“ segir Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair. 25. maí 2020 19:30
Hlutafjárútboð Icelandair samþykkt samhljóða af hluthöfum Hluthafar Icelandair samþykktu á hluthafafundi nú rétt í þessu að heimila stjórn félagsins að fara í hlutafjárútboð í lok júní. 22. maí 2020 16:40