Fyrsta samkynja parið gengur í það heilaga á Kosta Ríka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 21:41 Þjóðfáni Kosta Ríka og Hinseginfáninn blöktu við hún eftir að samkynja hjónabönd voru lögleitt í landinu. EPA-EFE/Jeffrey Arguedas Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin. Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin.
Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira