Skutu piparkúlum að mótmælendum í Hong Kong Samúel Karl Ólason skrifar 27. maí 2020 08:57 Minnst 300 mótmælendur hafa verið handteknir. Blaðamönnum sem hafa myndað mótmælin hefur verið hótað af lögregluþjónum. AP/Vincent Yu Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020 Hong Kong Kína Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Piparkúlum var skotið að mótmælendum og öðrum vegfarendum fyrir utan þinghús Hong Kong í morgun. Mótmælendur hafa komið saman til að mótmæla nýjum öryggislögum kínverskra yfirvalda. Hundruð hafa verið handtekin og á þar að mestu við ungt fólk. Þingmenn ræddu í morgun öryggisfrumvarpið umdeilda og gera enn, þegar þetta er skrifað. Fyrir utan þinghúsið hafa tugir ungmenna verið handtekin og öryggissveitir hafa varað mótmælendur við því að koma saman. Mótmælendurnir vilja ekki að dregið verði frekar úr réttindum þeirra með því að aðlaga lög Hong Kong að lögum meginlands Kína. Bretar afhentu Kína Hong Kong árið 1997 gegn því loforði að grunnfrelsi íbúa eyjunnar yrði tryggt áfram með „eitt land, tvö kerfi“ aðferðinni. Málfrelsi, frelsi fjölmiðla og það að mótmæli séu leyfð er tryggt í stjórnarskrá Hong Kong, sem stýrir sambandi eyjunnar og Kína. Andstæðingar öryggislaganna segja þau ógna þessari stjórnarskrá. Mótmælendur og aðrir hafa lengi kvartað yfir því að Kommúnistaflokkur Kína hafi grafið undan sjálfstæði Hong Kong. Árið 2014 áttu mikil mótmæli sér stað á eyjunni, sem kennd hafa verið við regnhlífar, þegar frumvarp var lagt fram sem átti að tryggja yfirvöldum Kína rétt til að meina fólki að bjóða sig fram í kosningum í Hong Kong. Það frumvarp var að endingu lagt niður. Gífurlega umfangsmikil mótmæli áttu sér stað í Hong Kong í fyrra eftir að frumvarp var lagt fram um að hægt væri að framselja íbúa Hong Kong til meginlandsins án dóms og laga. Það frumvarp var einnig lagt niður en mótmælin fóru þá að snúast um almennar umbætur í lýðræði. Lögregluþjónar hafa fjölmennt við þinghús Hong Kong.AP/Vincent Yu Öryggislögin sem til stendur að samþykkja nú myndu gera mótmæli svo gott sem ólögleg. Meðal annars fela lögin í sér að skólar verði að kenna þjóðsöng Kína, samtök og stofnanir verði að spila þjóðsönginn og fólk eigi að syngja hann við „viðeigandi tilefni“ og að allir þeir sem vanvirða hann sæti sektum eða jafnvel fangelsisvist í allt að þrjú ár. Þar að auki munu öryggisstofnanir Kína geta komið upp útibúum í Hong Kong. Heilt yfir gætu lögin endað málfrelsi í Hong Kong og er þeim sérstaklega beint gegn mótmælendunum sem hafa verið að krefjast lýðræðisumbóta í Hong Kong. Eins og bent er á á vef Reuters er vísað til hugtaka eins og hryðjuverka, afskipta erlendra ríkja og aðskilnaðar Hong Kong, sem yfirvöld Kína hafa notað um mótmælendurna. Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur lýst yfir áhyggjum af ástandinu í Hong Kong og segir forsetinn að verið sé að undirbúa refsiaðgerðir gegn Kína vegna öryggislaganna. Bretar, Ástralar og yfirvöld Kanada hafa sömuleiðis lýst yfir áhyggjum sínum. Causeway Bay. The punishment for being young in Hong Kong. #NationalSecurityLaw #StandWithHongKong #HongKongProtests@StandNewsHK pic.twitter.com/dJF3semh9B— woppa 🎗😷 (@Woppa1Woppa) May 27, 2020 #Breaking Woah, Police fire rubber bullets indiscriminately into the crowds on the streets in #HongKong #IStandWithHongKong #CCP pic.twitter.com/sEHsQWQXne— Timjbo 🇦🇺💧 (@Tim_jbo) May 27, 2020
Hong Kong Kína Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira