Fá yfirsýn yfir útbreiðslu veirunnar fljótt eftir helgi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2020 12:32 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að fljótlega eftir helgi ætti að vera komin góð sýn á það hversu víða kórónuveiran hefur dreift sér á Íslandi. Fyrirhugað er að skima um þúsund manns fyrir kórónuveirunni í dag en sextán þúsund manns hafa skráð sig í skimun. Tveir hafa verið lagðir inn á spítala, annar þeirra á gjörgæslu. Skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni hófst í Turninum í Kópavogi í gær. Fyrirhugað er að um þúsund manns verða skimaðir í dag en alls hafa um sextán þúsund skráð sig. Skimun hófst á ný snemma í morgun. „Það komu 510 manns í skimun hjá okkur í gær. Við vonumst til þess að geta náð þúsund manns í dag. Við reiknum með því að ljúka við að rýna í þessi sýni sem komu inn í gær í lok dags í dag og við ættum fljótlega eftir helgina að hafa býsna góða yfirsýn yfir það hversu víða veiran hefir dreifst sér í íslensku samfélagi,“ segir Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Niðurstöður verða sendar til sóttvarnalæknis sem tekur ákvörðun um tilkynningu á niðurstöðum. „Ef að niðurstöðurnar sýna okkur að þetta er út um allt í samfélaginu reikna ég með að aðgerðunum verði breytt í samræmi við það,“ segir Kári. Kári segir íslensk yfirvöld hafa staðið sig frábærlega og að forvitnilegt sé að bera saman aðgerðir íslenskra yfirvalda og aðgerðir yfirvalda annarra landa. „Í Danmörku höfðu þeir engin viðbrögð fyrr en þeir allt í einu lokuðu öllu sem er býsna klaufalegt og ber vott um svolitla angist eða panik. Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með þessu íslenska teymi hvað það hefur haldið ró sinni, tekið yfirvegaðar ákvarðanir og ekki látið ýta sér í að gera nokkurn skapaðan hlut sem er ekki skynsamlegur. Þannig að ég er mjög montinn af okkar fólki,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslensk erfðagreining Tengdar fréttir Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38 Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Furða sig á að Turninn hafi verið valinn fyrir skimunarmiðstöð Leigutakar í Turninum í Kópavogi voru órólegir þegar þeir fengu að vita með skömmum fyrirvara að Íslensk erfðagreining ætlaði að skima fyrir COVID-19 í byggingunni í dag. Eigandi Turnsins segist hafa verið í sambandi við sóttvarnalækni um að færa skimunina annað. 13. mars 2020 15:38
Tólf þúsund hafa bókað sýnatöku Þúsundir Íslendinga bókuðu tíma í skimun eftir COVID-19 sjúkdómnum eftir að opnað var fyrir bókanir í gærkvöldi. Fljótlega þurfti að bæta við tímum vegna mikillar eftirspurnar. 13. mars 2020 09:54