Flugumferðarstjórar buðust til að taka á sig launaskerðingu Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2020 17:00 Isavia ANS er dótturfélag Isavia ohf. Það annast íslenska flugstjórnarsvæðið sem nær yfir 5,4 milljón ferkílómetra svæði yfir Norður-Atlantshafi. Mikið hefur dregið úr flugumferð vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann. Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Engar eiginlegar viðræður áttu sér stað á milli Isavia ANS og Félags íslenskra flugumferðarstjóra áður en gripið var til uppsagna hundrað flugumferðarstjóra í dag, að sögn formanns félagsins. Isavia ANS hafi ekki svarað tilboði félagsins um breytingar á launalið kjarasamninga. Isavia ANS, dóttufélag Isavia ohf. sem sér um rekstur íslenska flugstjórnarsvæðisins, sagði upp um hundrað flugumferðarstjórum í flugstjórnarmiðstöð sinni í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur þar sem kveðið er á um 75% starfshlutfall. Ásgeir Pálsson, framkvæmdastjóri Isavia ANS, segir þetta sársaukaminnstu aðgerðina til þess að bregðast við sjóðsstreymisvanda félagsins vegna mikils samdráttar í tekjum í kórónuveiruheimsfaraldrinum. Arnar Hjálmsson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF), segir við Vísi að leiðin sem Isavia ANS kaus að fara til að leysa úr sjóðsstreymi sínu hafi komið félaginu á óvart. Flugumferðarstjórar hafi ítrekað sagst tilbúnir að leita allra leiða til að leysa vandann og bent á aðrar leiðir sem þeir telja færari. Ekki hafi fengist viðbrögð við þeim hugmyndum. Að hans mati hafi engar eiginlegar viðræður um lausn átt sér stað. Isavia ANS hafi lagt fram eina tillögu sem stjórn FÍF hafi ekki talið færa og hafnað. Um leið hafi félagið hins vegar lýst sig tilbúið til annarra lausna, þar á meðal að taka upp launalið í kjarasamningum FÍF við Isavia ohf. þannig að félagsmenn tækju á sig launaskerðingu. Slík lausn hefði ekki aðeins dregið úr launakostnaði Isavia ANS heldur samsteypunnar í heild. „Þeirri leið var í raun ekki svarað,“ segir Arnar sem telur að Isavia ANS hafi ákveðið að þrýsta niður þennan útvalda hóp til að leysa vanda sinn. Það bendi til þess að ekki séu allir að róa á sama báti í því ástandi sem nú er uppi. Framkvæmdastjóri Isavia ANS sagði Vísi í dag að með aðgerðunum í dag hafi verið reynt að halda í ráðningasamband við flugumferðarstjóra. Arnar segir á móti að með uppsögn á ráðningarsamningi sé í raun verið að rjúfa ráðningarsamband við flugumferðarstjóra. Arnar vill ekki fullyrða hvað félagið gerir í framhaldinu fyrr en eftir stjórnarfund. „Það verður öllum sagt upp um mánaðamótin en annað gerist ekki í bili. Það er búið að boða til félagsfundar og stjórnarfundar og fundar með okkar sérfræðingum,“ segir hann.
Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29 Mest lesið Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Dótturfélag Isavia segir upp öllum flugumferðarstjórum sínum Öllum hundrað flugumferðarstjórunum sem stýra umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið fyrir dótturfélag Isavia var sagt upp störfum í dag. Þeim verður boðinn nýr ráðningarsamningur með skertu starfshlutfalli í takt við minnkun í flugumferð. 27. maí 2020 15:29