Beiðnum namibískra yfirvalda miðar áfram hjá héraðssaksóknara Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2020 11:07 Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Vísir/Vilhelm Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum. Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara á í samskiptum við ríkissaksóknara í Namibíu sem rannsakar meint brot í Samherjamálinu svonefnda og framvinda hefur orðið í réttarbeiðnum sem hafa borist að utan, að sögn héraðssaksóknara. Einn namibísku rannsakendanna kvartaði undan því að Ísland og þrjú önnur ríki hefðu enn ekki verið hjálpleg við rannsóknina í vikunni. Sex fyrrverandi ráðherrar og einstaklingar sem tengjast þeim eru grunaðir um spillingu, fjársvik og mútuþægni sem tengist því hvernig kvóta var úthlutað til Samherja í Namibíu. Einn sexmenninganna, Ricardo Gustavo, fyrrverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins Namgomar, krefst þess nú að vera látinn laus gegn tryggingu en hann hefur setið í varðhaldi frá því í nóvember. Þegar krafa hans var tekin fyrir í Windhoek-dómstólnum í vikunni greindi Karl Cloete, einn rannsakenda nefndar sem rannsakar spillingu í Namibíu, frá því að fjárhæðin sem sexmenningarnir væru grunaðir um að hafa þegið í mútur hefði hækkað í 130 milljónir namibískra dollara, jafnvirði um 1,2 milljarða íslenskra króna. „Við búumst við því að þessi upphæð hækki þegar við fáum samvinnu frá stjórnvöldum á Íslandi, Angóla, Dúbaí og Spáni um hvert hluti af fénu var fluttur. Í augnablikinu hafa þessi stjórnvöld ekki verið hjálpleg,“ hefur namibíska dagblaðið New Era eftir Cloete. Hann telur að rúmur þriðjungur fjármunanna sem sexmenningarnir fengu hafi verið fluttir úr landinu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, segist ekki geta tjáð sig um innihald og eðli réttarbeiðna sem hafi borist frá erlendum yfirvöldum í samtali við Vísi. Hann staðfestir þó að embætti hans hafi verið í samskiptum við ríkissaksóknaraembættið í Namibíu en ekki nefndina gegn spillingu. Þau samskipti hafi verið góð og beiðnir séu í vinnslu. Þá bendir Ólafur Þór á að starfsemi héraðssaksóknara hafi orðið fyrir áhrifum af kórónuveirufaraldrinum eins og aðrar stofnanir. Schengen-svæðið hafi verið lokað fyrir borgurum þriðja ríkis um nokkurra vikna skeið. Þetta hafi komið niður á störfum héraðssaksóknara, sérstaklega hvað varðar mál sem ná yfir landamæri. „Við erum í samskiptum við þá og það er framvinda í málinu,“ segir Ólafur Þór um beiðnirnar frá namibískum yfirvöldum.
Samherjaskjölin Namibía Tengdar fréttir DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
DNB hætt viðskiptum við Samherja NRK, norska ríkisútvarpið, fullyrðir á vef sínum í dag að norski bankinn DNB hafi sagt upp öllum viðskiptum við útgerðarfyrirtækið Samherja. 12. febrúar 2020 17:39