Fótbolti

Sara Björk orðuð við Barcelona

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bestu lið Evrópu vilja fá Söru Björk Gunnarsdóttur.
Bestu lið Evrópu vilja fá Söru Björk Gunnarsdóttur. vísir/getty

Sara Björk Gunnarsdóttir er orðuð við Barcelona í spænska dagblaðinu Marca.

Samningur Söru við Þýskalandsmeistara Wolfsburg rennur út í sumar og ljóst er að hún yfirgefur félagið þá.

Sara hefur verið sterklega orðuð við Lyon og í síðasta mánuði fullyrti RCM Sport að hún væri búin að semja við Evrópumeistarana.

Í samtali við Marca segist Sara vera búin að ákveða hver næsti áfangastaður á ferlinum verði.

„Ég hef fengið nokkur tilboð og hef ákveðið hvar ég mun spila næst,“ sagði landsliðsfyrirliðinn. Hún er upp með sér yfir áhuga Barcelona.

„Þetta er eitt stærsta félag heims og hefur eflst kvennaliðið mikið undanfarin ár. Það er mikill heiður fyrir mig að vera orðuð við besta liðið á Spáni. Deildin þar í landi hefur verið á mikilli uppleið.“

Sara hefur leikið með Wolfsburg síðan 2016. Hún hefur þrisvar sinnum orðið þýskur meistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Þá komst Wolfsburg í úrslit Meistaradeildar Evrópu 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×