Íbúar í Hrísey eru í áfalli eftir að fiskvinnsla staðariins brann til kaldra kola í dag. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sýnum myndir frá baráttu slökkviliðsins við eldinn sem náði í næsta hús og heyrum í slökkvliðsstjóra Akureyrar og íbúum, en vinnsla í frystihúsinu var við það að hefjast eftir hlé vegna kórónuveirufaraldursins.
Þá rekjum við dramatíska atburðarás í samskiptum forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar og heilbrigðisráðherra varðandi skimun farþega á Keflavíkurflugvelli.
Hátt í sex þúsund manns hafa sótt um greiðslufrest á húsnæðislánum sínum vegna kórónuveirunar og þriðjungi fleiri fyrirtæki hafa orðið gjaldþrota nú en á sama tíma í fyrra. Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar tvö, Bylgjunnar og Vísis klukkan 18:30.