Sóknarmöguleikar með opnun landamæra en stíga varlega til jarðar Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 18:52 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. vísir/vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. Það séu lítil skref en þó í átt að auknu frelsi. Hann segir ýmsa fyrirvara vera til staðar enda vilji þjóðir heimsins stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að mynda megi ferðamenn ekki gista í höfuðborginni, þó þeir megi fara þangað í dagsferðir. Það sé þó jákvætt og auki almennt frelsi Íslendinga. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld einnig ætla að stíga varlega til jarðar, en þó séu mörg sóknarfæri fyrir Ísland í ljósi þess hversu góður árangur hefur náðst í baráttunni við veiruna hér á landi. Utanríkisþjónustan hér á landi hafi hingað til gert allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda merkjum landsins á lofti, en hann viti þó ekki hvort það komi margir ferðamenn hingað til lands. „Það er erfitt að átta sig á því. Það sem við finnum fyrir er mikill áhugi á Íslandi, af mörgum ástæðum. Meðal annars vegna þess hvernig við höfum staðið að þessu, en sömuleiðis held ég að margir líti til svæða eins og Íslands sem er dreifbýlt og heilnæmt að vera. Það eru sóknarmöguleikar í þessu en íslensk stjórnvöld eru líka að stíga varlega til jarðar, við erum ekki að taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Guðlaugur Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hefur hann rætt við utanríkisráðherra Noregs og vonast til að samkomulag náist fyrr en seinna. Samtalið hafi í það minnsta gefið góð fyrirheit um slíkt. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga vera að færast nær því að frá frelsi til þess að ferðast eftir þau tíðindi bárust að Danir, Eistar og Færeyingar hafi ákveðið að opna landamæri sín fyrir landsmönnum í júní. Það séu lítil skref en þó í átt að auknu frelsi. Hann segir ýmsa fyrirvara vera til staðar enda vilji þjóðir heimsins stíga varlega til jarðar í þessum efnum. Til að mynda megi ferðamenn ekki gista í höfuðborginni, þó þeir megi fara þangað í dagsferðir. Það sé þó jákvætt og auki almennt frelsi Íslendinga. Guðlaugur segir íslensk stjórnvöld einnig ætla að stíga varlega til jarðar, en þó séu mörg sóknarfæri fyrir Ísland í ljósi þess hversu góður árangur hefur náðst í baráttunni við veiruna hér á landi. Utanríkisþjónustan hér á landi hafi hingað til gert allt sem í hennar valdi stendur til þess að halda merkjum landsins á lofti, en hann viti þó ekki hvort það komi margir ferðamenn hingað til lands. „Það er erfitt að átta sig á því. Það sem við finnum fyrir er mikill áhugi á Íslandi, af mörgum ástæðum. Meðal annars vegna þess hvernig við höfum staðið að þessu, en sömuleiðis held ég að margir líti til svæða eins og Íslands sem er dreifbýlt og heilnæmt að vera. Það eru sóknarmöguleikar í þessu en íslensk stjórnvöld eru líka að stíga varlega til jarðar, við erum ekki að taka neina óþarfa áhættu,“ sagði Guðlaugur Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá hefur hann rætt við utanríkisráðherra Noregs og vonast til að samkomulag náist fyrr en seinna. Samtalið hafi í það minnsta gefið góð fyrirheit um slíkt.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30 Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Danir, Færeyingar og Eistar bjóða Íslendinga velkomna í júní Danir, Eistar og Færeyingar hafa ákveðið að opna landamæri sín fyrir Íslendingum í júní. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir það gleðileg tíðindi að Íslendingar séu á meðal þeirra sem fá að ferðast til þessara landa. 29. maí 2020 12:30
Skimanir í Keflavík vænlegur kostur en niðurstöður erlendra mótefnamælinga óhentugar Þrír möguleikar fyrir opnun Íslands að nýju eftir kórónuveirufaraldurinn eru til staðar í huga sóttvarnalæknis. Einn möguleikinn væri mjög slæmt úrræði, annar mjög langsóttur og hægt væri að mæla með þeim þriðja sem snýr að opnun landsins á sama tíma og unnið er að því að halda veirunni í burtu með ýmsum aðgerðum. 28. maí 2020 22:00