Ítalir sætta sig ekki við útskúfun vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 12:55 Ferðamenn standa við skakka turninn í Piza. EPA/FABIO MUZZI Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar. Í sama mund varaði hann önnur ríki Evrópu við að meina Ítölum aðgang vegna Covid-19. Mörg Evrópuríki eru nú að opna landamæri sín á varkárinn máta þar sem nýju kórónuveiran virðist víðast hvar á undanhaldi. Ítalir ætla að opna landamæri sín fyrir ferðamönnum þann 15. júní. Forsvarsmenn einhverra ríkja hafa þó meinað borgurum ríkja sem urðu hvað verst úti í faraldrinum. Þar á meðal er Ítalía. Til að mynda tilkynntu yfirvöld Grikklands í gær að landamæri ríkisins yrðu opnuð fólki frá 29 löndum. Bretar, Spánverjar og Ítalir mega þó ekki ferðast til Grikklands. Ítalía situr í þriðja sæti ríkja þar sem flestir hafa dáið vegna veirunnar, svo vitað sé, eða minnst 33.229 manns. Smituðum hefur þó fækkað stöðugt í þessum mánuði og er verið að draga úr félagsforðun þar. Til stendur að fella niður allar takmarkanir á ferðalögum milli mismunandi landshluta Ítalíu þann 3. júní. Í yfirlýsingu á Facebook sagði Di Maio að ef ríki Evrópu ætluðu sér að mismuna ríkjum væri andi heimsálfunnar tapaður. Hann sagði að Ítalir myndu ekki sætta sig við útskúfun. „Ef einhver heldur að þeir geti komið fram við okkur sem holdsveikinýlendu, ættu þeir að vita við munum ekki sætta okkur við það.“ Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira
Ekki má koma fram við Ítalíu eins og nýlendu fyrir holdsveika. Þetta segir Luigi Di Maio, utanríkisráðherra Ítalíu, og heitir hann því að Ítalir muni taka vel á móti ferðamönnum í sumar. Í sama mund varaði hann önnur ríki Evrópu við að meina Ítölum aðgang vegna Covid-19. Mörg Evrópuríki eru nú að opna landamæri sín á varkárinn máta þar sem nýju kórónuveiran virðist víðast hvar á undanhaldi. Ítalir ætla að opna landamæri sín fyrir ferðamönnum þann 15. júní. Forsvarsmenn einhverra ríkja hafa þó meinað borgurum ríkja sem urðu hvað verst úti í faraldrinum. Þar á meðal er Ítalía. Til að mynda tilkynntu yfirvöld Grikklands í gær að landamæri ríkisins yrðu opnuð fólki frá 29 löndum. Bretar, Spánverjar og Ítalir mega þó ekki ferðast til Grikklands. Ítalía situr í þriðja sæti ríkja þar sem flestir hafa dáið vegna veirunnar, svo vitað sé, eða minnst 33.229 manns. Smituðum hefur þó fækkað stöðugt í þessum mánuði og er verið að draga úr félagsforðun þar. Til stendur að fella niður allar takmarkanir á ferðalögum milli mismunandi landshluta Ítalíu þann 3. júní. Í yfirlýsingu á Facebook sagði Di Maio að ef ríki Evrópu ætluðu sér að mismuna ríkjum væri andi heimsálfunnar tapaður. Hann sagði að Ítalir myndu ekki sætta sig við útskúfun. „Ef einhver heldur að þeir geti komið fram við okkur sem holdsveikinýlendu, ættu þeir að vita við munum ekki sætta okkur við það.“
Ítalía Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grikkland Mest lesið Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Sjá meira