Enn mikill erill hjá lögreglu Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 07:18 Lögreglan hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, eins og daginn áður. Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar frá fimm í gær til fimm í morgun og ellefu aðilar voru vistaðir í fangageymslu. Flest öll málin virðast hafa átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur og nærliggjandi hverfum. Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn vegna líkamsárásar og eignaspjalla við bar. Sá var vistaður í fangageymslu en sá sem hann mun hafa ráðist á hlaut minni háttar áverka. Upp úr miðnætti var svo tilkynnt um rán þar sem tveir menn réðust á einn og rændu af honum tösku og heyrnartólum. Sjá einnig: Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni Lögreglan handtók konu í Laugardalnum sem grunuð er um vörslu og framleiðslu fíkniefna. Þá var maður handtekinn í miðbænum í nótt fyrir að brjótast inn í bíla. Annar var handtekinn á athafnasvæði Eimskipa í gærkvöldi og er hann grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Samkvæmt dagbók lögreglu var nokkuð um slys í gær. Um klukkan sex meiddist kona á höfði í rennibraut í sundlaug. Sú var flutt til aðhlynningar. Skömmu fyrir miðnætti barst tilkynning um slys á Hlíðarenda. Þar hafði maður dottið á andlitið niður steyptar tröppur. Hann rotaðist og hlaut mikla áverka og var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Þá datt kona í stiga á veitingahúsi í miðbænum skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Hún er talin hafa misst meðvitund og var illa áttuð. Því var hún einnig flutt á Bráðadeild til aðhlynningar. Um tvö leytið í nótt barst tilkynning um mann sem ók rafskútu á bifreið og braut hann mögulega tönn. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði bíl á 105 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi en þar er 80 km hámarkshraði. Þar að auki er ökumaðurinn grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði einnig númeralausan og ótryggðan bíl í nótt. Ökumaður hans er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað án réttinda. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt, eins og daginn áður. Rúmlega hundrað mál voru skráð í dagbók lögreglunnar frá fimm í gær til fimm í morgun og ellefu aðilar voru vistaðir í fangageymslu. Flest öll málin virðast hafa átt sér stað í miðbæ Reykjavíkur og nærliggjandi hverfum. Á sjötta tímanum í gær var maður handtekinn vegna líkamsárásar og eignaspjalla við bar. Sá var vistaður í fangageymslu en sá sem hann mun hafa ráðist á hlaut minni háttar áverka. Upp úr miðnætti var svo tilkynnt um rán þar sem tveir menn réðust á einn og rændu af honum tösku og heyrnartólum. Sjá einnig: Mjög mikið gekk á hjá lögreglunni Lögreglan handtók konu í Laugardalnum sem grunuð er um vörslu og framleiðslu fíkniefna. Þá var maður handtekinn í miðbænum í nótt fyrir að brjótast inn í bíla. Annar var handtekinn á athafnasvæði Eimskipa í gærkvöldi og er hann grunaður um húsbrot og eignaspjöll. Samkvæmt dagbók lögreglu var nokkuð um slys í gær. Um klukkan sex meiddist kona á höfði í rennibraut í sundlaug. Sú var flutt til aðhlynningar. Skömmu fyrir miðnætti barst tilkynning um slys á Hlíðarenda. Þar hafði maður dottið á andlitið niður steyptar tröppur. Hann rotaðist og hlaut mikla áverka og var fluttur á Bráðadeild til aðhlynningar. Þá datt kona í stiga á veitingahúsi í miðbænum skömmu fyrir tíu í gærkvöldi. Hún er talin hafa misst meðvitund og var illa áttuð. Því var hún einnig flutt á Bráðadeild til aðhlynningar. Um tvö leytið í nótt barst tilkynning um mann sem ók rafskútu á bifreið og braut hann mögulega tönn. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði bíl á 105 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut í gærkvöldi en þar er 80 km hámarkshraði. Þar að auki er ökumaðurinn grunaður um ölvunarakstur. Lögreglan stöðvaði einnig númeralausan og ótryggðan bíl í nótt. Ökumaður hans er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og að aka ítrekað án réttinda.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira