Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2020 07:58 Lögregluþjónar takast á við mómtælendur í New York. AP/Seth Wenig Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. Margir ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa kallað út þjóðvarðliðið vegna óeirðanna og talið er að minnst fjórir séu látnir vegna óeirðanna. Þetta var fimmta nótt mótmæla og óeirða. Undanfarna daga hafa þúsundir komið saman í Bandaríkjunum til að mótmæla eftir að svartur maður sem hét George Floyd dó í haldi lögreglu. Mótmælin og óeirðirnar hafa svo að miklu leyti snúist um það hvað svartir menn eru líklegir til að vera drepnir af lögreglu almennt. Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið sett á víða var víðast hvar ekki farið eftir þeim. Sjá einnig: Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Flest mótmæli gærdagsins fóru friðsamlega fram en þegar leið á kvöldið breyttust mótmæli í óeirðir víða um Bandaríkin eins og fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. Í Philadelphia særðust minnst þrettán lögregluþjónar í óeirðum og kveikt var í fjölda lögreglubíla. Þar voru fjölmargir eldar kveiktir í nótt. Í Salt Lake City særðist lögregluþjónn þegar hann var barinn í höfuðið með hafnaboltakylfu. Víða hafa lögregluþjónar skotið gúmmí- og piparkúlum að mótmælendum. Þá kom til mikilla átaka í New York. Hér að neðan má sjá myndefni sem tökumenn AP tóku í Washington DC, Minneapolis, New York og Los Angeles. Embættismenn og sérfræðingar sem fjölmiðla ytra hafa rætt við segjast ekki sjá fyrir sér að óeirðirnar muni hætta á næstunni. Sjá einnig: Íslensk kona í Minneapolis segir íbúa slegna Þjóðvarðlið var kallað út í Washington DC til að verja Hvíta húsið. Donald Trump, forseti, varði mest öllum deginum í Flórída að fylgjast með fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug. Þegar hann lenti í þyrlu forsetaembættisins á lóð Hvíta hússins um kvöldið, neitaði hann að tala við blaðamenn sem biðu hans. Bandamenn forsetans hafa þrýst á hann og beðið hann um að tjá sig um stöðuna og reyna að taka stjórn á ástandinu. Hann hefur þó sýnt lítinn vilja til þess og hefur þess í stað sent frá sér umdeild ummæli á Twitter þar sem hann hefur hvatt embættismenn og öryggissveitir til að taka á mótmælendum af hörku. Forsetinn hefur sömuleiðis varið miklu púðri í að gagnrýna Demókrata eins og borgarstjóra Minneapolis. The National Guard has been released in Minneapolis to do the job that the Democrat Mayor couldn’t do. Should have been used 2 days ago & there would not have been damage & Police Headquarters would not have been taken over & ruined. Great job by the National Guard. No games!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Það hefur vakið athygli að embættismenn kenna utanaðkomandi fylkingum um ofbeldið í Minnesota. Þeir kenna þó mismunandi fylkingum um. Leiðtogar Minnesota, eins og Tim Walz, ríkisstjóri, segja fjar-hægri hópa og nýnasista hafa nýtt mótmælin í borginni til að ýta undir ofbeldi og ná fram pólitískum markmiðum sínum. Sjónir embættismanna hafa einnig beinst að glæpasamtökum og jafnvel erlendum aðilum á vegum ríkja eins og Rússlands, sem hafa verið sakaðir um að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur hins vegar sagt að fjar-vinstri hópum sé um að kenna og hótaði hann því að taka harkalega á þeim. Donald Trump hefur tekið undir þau ummæli. Hvorugir aðilar hafa þó getað varpað fram sönnunum fyrir staðhæfingum þeirra og gögn frá Minneapolis sýna að lang flestir þeirra sem hafa verið handteknir hafa verið heimamenn. 80% of the RIOTERS in Minneapolis last night were from OUT OF STATE. They are harming businesses (especially African American small businesses), homes, and the community of good, hardworking Minneapolis residents who want peace, equality, and to provide for their families.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 30, 2020 Bandaríkin Donald Trump Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 „Þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar því að skipa þjóðvarðliði að skjóta á mótmælendur í Minneapolis. 29. maí 2020 06:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. Margir ríkisstjórar Bandaríkjanna hafa kallað út þjóðvarðliðið vegna óeirðanna og talið er að minnst fjórir séu látnir vegna óeirðanna. Þetta var fimmta nótt mótmæla og óeirða. Undanfarna daga hafa þúsundir komið saman í Bandaríkjunum til að mótmæla eftir að svartur maður sem hét George Floyd dó í haldi lögreglu. Mótmælin og óeirðirnar hafa svo að miklu leyti snúist um það hvað svartir menn eru líklegir til að vera drepnir af lögreglu almennt. Þrátt fyrir að útgöngubann hafi verið sett á víða var víðast hvar ekki farið eftir þeim. Sjá einnig: Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Flest mótmæli gærdagsins fóru friðsamlega fram en þegar leið á kvöldið breyttust mótmæli í óeirðir víða um Bandaríkin eins og fram kemur í umfjöllun AP fréttaveitunnar. Í Philadelphia særðust minnst þrettán lögregluþjónar í óeirðum og kveikt var í fjölda lögreglubíla. Þar voru fjölmargir eldar kveiktir í nótt. Í Salt Lake City særðist lögregluþjónn þegar hann var barinn í höfuðið með hafnaboltakylfu. Víða hafa lögregluþjónar skotið gúmmí- og piparkúlum að mótmælendum. Þá kom til mikilla átaka í New York. Hér að neðan má sjá myndefni sem tökumenn AP tóku í Washington DC, Minneapolis, New York og Los Angeles. Embættismenn og sérfræðingar sem fjölmiðla ytra hafa rætt við segjast ekki sjá fyrir sér að óeirðirnar muni hætta á næstunni. Sjá einnig: Íslensk kona í Minneapolis segir íbúa slegna Þjóðvarðlið var kallað út í Washington DC til að verja Hvíta húsið. Donald Trump, forseti, varði mest öllum deginum í Flórída að fylgjast með fyrsta mannaða geimskoti Bandaríkjanna í tæpan áratug. Þegar hann lenti í þyrlu forsetaembættisins á lóð Hvíta hússins um kvöldið, neitaði hann að tala við blaðamenn sem biðu hans. Bandamenn forsetans hafa þrýst á hann og beðið hann um að tjá sig um stöðuna og reyna að taka stjórn á ástandinu. Hann hefur þó sýnt lítinn vilja til þess og hefur þess í stað sent frá sér umdeild ummæli á Twitter þar sem hann hefur hvatt embættismenn og öryggissveitir til að taka á mótmælendum af hörku. Forsetinn hefur sömuleiðis varið miklu púðri í að gagnrýna Demókrata eins og borgarstjóra Minneapolis. The National Guard has been released in Minneapolis to do the job that the Democrat Mayor couldn’t do. Should have been used 2 days ago & there would not have been damage & Police Headquarters would not have been taken over & ruined. Great job by the National Guard. No games!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 31, 2020 Það hefur vakið athygli að embættismenn kenna utanaðkomandi fylkingum um ofbeldið í Minnesota. Þeir kenna þó mismunandi fylkingum um. Leiðtogar Minnesota, eins og Tim Walz, ríkisstjóri, segja fjar-hægri hópa og nýnasista hafa nýtt mótmælin í borginni til að ýta undir ofbeldi og ná fram pólitískum markmiðum sínum. Sjónir embættismanna hafa einnig beinst að glæpasamtökum og jafnvel erlendum aðilum á vegum ríkja eins og Rússlands, sem hafa verið sakaðir um að nota samfélagsmiðla til að ýta undir deilur. William Barr, dómsmálaráðherra, hefur hins vegar sagt að fjar-vinstri hópum sé um að kenna og hótaði hann því að taka harkalega á þeim. Donald Trump hefur tekið undir þau ummæli. Hvorugir aðilar hafa þó getað varpað fram sönnunum fyrir staðhæfingum þeirra og gögn frá Minneapolis sýna að lang flestir þeirra sem hafa verið handteknir hafa verið heimamenn. 80% of the RIOTERS in Minneapolis last night were from OUT OF STATE. They are harming businesses (especially African American small businesses), homes, and the community of good, hardworking Minneapolis residents who want peace, equality, and to provide for their families.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 30, 2020
Bandaríkin Donald Trump Kynþáttafordómar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56 Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48 Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48 Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42 „Þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar því að skipa þjóðvarðliði að skjóta á mótmælendur í Minneapolis. 29. maí 2020 06:50 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Útgöngubann vegna óeirða í kjölfar lögregluofbeldis Minnst sex ríki hafa óskað eftir stuðningi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til að bregðast við auknum óeirðum í kjölfar andláts George Floyd, sem lést í haldi lögreglunnar í Minneapolis eftir að lögreglumaður hélt hné sínu að hálsi hans í tæpar níu mínútur. 30. maí 2020 23:56
Búast við frekari óeirðum í Minneapolis í nótt Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, segist ekki hafa nægt mannafl til að stöðva mótmæli og óeirðir í Minneapolis og býst hann við að næsta nótt verði erfið. 30. maí 2020 14:48
Lögregluþjónninn ákærður vegna dauða Floyd Lögregluþjónninn Derek Chauvin hefur verið handtekinn vegna dauða George Floyd. Floyd lést eftir að Chauvin hélt honum niðri með því að halda hné sínu á hálsi hans. 29. maí 2020 17:48
Fréttamaður CNN handtekinn í beinni útsendingu Lögregluþjónar handtóku Omar Jimenez, fréttamann CNN, í Minneapolis í morgun þar sem hann var að fjalla um mótmælin og óeirðirnar sem eiga sér þar stað. 29. maí 2020 10:42
„Þegar ránin byrja, þá hefst skothríðin“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótar því að skipa þjóðvarðliði að skjóta á mótmælendur í Minneapolis. 29. maí 2020 06:50