Takmarkanir á skólastarfi mögulega með öðrum hætti komi önnur bylgja Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. maí 2020 12:45 Skólastarf var víða takmarkað frá byrjun mars og fram í maí. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís. Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, segir að endurmeta þurfi takmarkanir á skólastarfi ef komi til annarrar bylgju kórónuveirufaraldursins. Staðreyndir sem lúti að börnum varðandi Covid, það að veiran smitist lítið milli barna, að börn verði lítið veik og þau smiti nánast ekkert, gætu orðið til að takmarkanir verði með öðrum hætti. Þetta ræddi hún í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Skólum var víða lokað eða takmarkanir gerðar á skólastarfi þegar faraldur kórónuveiru barst hingað til lands. Nokkrum grunnskólum var lokað og í öðrum skólum var nemendum skipt í hópa til að forðast smit milli þeirra. Kennsla í grunnskólum takmarkaðist við tuttugu nemenda hópa, öll hefðbundin kennsla í list- og verkgreinastofum féll niður og íþrótta- og sundkennslu var breytt í hreyfingu á skólalóð. Þá var matarþjónusta í skólum takmörkuð víða og nemendum var ekki heimilt að vera saman í frímínútum nema innan síns árgangs. Margir skólar takmörkuðu einnig tíma sem nemendur mættu í skólann og gátu nemendur í sumum grunnskólum mætt daglega en aðeins í nokkra klukkutíma í senn. Á leikskólum var börnum skipt upp í fámenna hópa og voru þeir að mestu aðskildir. „Þetta eru ákvarðanir sem við þurfum allar að taka til endurskoðunar. Við þurfum að setjast yfir það og hafa beinin í það að horfa á allar þessar ákvarðanir og vega og meta hvort þær hafi verið réttar. Þær eru allar teknar miðað við þær forsendur sem þá liggja til grundvallar,“ sagði Svandís.
Sprengisandur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46 Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03 Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Loka skólum á nýjan leik í Suður-Kóreu Rúmlega 200 skólum í Suður Kóreu hefur nú verið lokað að nýju þar sem kórónuveiran er farin að gera vart við sig í meira mæli, en áður hafði góður árangur náðst í baráttunni við sjúkdóminn í landinu. 29. maí 2020 07:46
Finnsk börn snúa aftur í skólann eftir sjö vikur heima Margir kennarar í Finnlandi eru ekki ánægðir með ákvörðunina að opna skólana á ný. 14. maí 2020 10:03
Foreldrar í Fossvogi fúlir og vilja mat fyrir börnin sín Á fjórða hundrað nemenda í Fossvogsskóla munu ekki fá hádegismat í skólanum út skólaárið. 7. maí 2020 11:13