Tími Pukki hjá Bröndby hjálpaði honum að blómstra í úrvalsdeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 08:00 Pukki sendir stuðningsmönnum Norwich fingurkoss eftir að hafa skorað þrennu gegn Newcastle síðastliðið haust. Getty/Marc Atkins Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira
Teemu Pukki hóf leiktíðina með enska úrvalsdeildarfélaginu Norwich City frábærlega og segir að vera sín hjá danska liðinu Bröndbu hafi komið honum á þann stað sem hann er í dag. Hinn finnski Pukki var ungur að árum þegar hann varð mjög eftirsóttur. Hann var aðeins átján ára gamall þegar hann gekk í raðir Sevilla á Spáni. Það gekk ekki upp og fór hann heim til Finnlands og lék með HJK Helsinki áður en þýska úrvalsdeildarfélagið Schalke 04 keypti hann. Skoska stórliðið Celtic festi síðan kaup á honum áður en hann var lánaður til Bröndby sem keypti hann í kjölfarið. Á hans þriðja ári í Danmörku fóru hlutirnir loks að smella. „Við fengum þýskan þjálfara á þriðja tímabilinu mínu. Hann var harður í horn að taka, kom okkur í form og breytti hugarfari okkar. Það hjálpaði mér mjög mikið,“ sagði Pukki í viðtali við Sky Sports um innkomu Alexander Zorniger til Bröndby. Zorniger sá til þess að Pukki sinnti varnarvinnunni upp á tíu hjá Bröndby. Með því að hjálpa liðsfélögum sínum fékk hann enn meiri spiltíma og þar af leiðandi enn meiri tíma til að skora mörk, sem hann og gerði. In an exclusive interview with Sky Sports, Teemu Pukki explains how a shift in mentality during his time in Denmark with Brondby helped him go on to play the best football of his career at Norwich — Sky Sports (@SkySports) May 31, 2020 Þá hitti Pukki eiginkonu sína í Danmörku og eignaðist barn. „Þessir hlutir hjálpuðu mér að þroskast sem manneskju og knattspyrnumanni. Það varð auðveldara fyrir mig að einbeita mér að fótboltanum þegar hann var ekki lengur það mikilvægasta í lífi mínu.“ „Þegar þú átt litla stelpu þá er hún það mikilvægasta sem þú átt. Það hjálpaði til við að létta á pressunni sem fylgir fótbolta,“ sagði Pukki ennfremur. Þá óx sjálfstraust Pukki hjá Bröndby en framherjinn hafði misst trú á eigin getu og hæfileikum. Hann skoraði 29 mörk í ensku B-deildinni á síðustu leiktíð og var stór ástæða þess að Norwich komst aftur upp í ensku úrvalsdeildina. Finninn byrjaði leiktíðina, sem enn á eftir að klára, frábærlega en hann skoraði gegn Liverpool í fyrsta leik. Í fyrsta heimaleik Norwich skoraði hann þrennu gegn Newcastle United ásamt því að skora í ótrúlegum 3-2 sigri liðsins á Englandsmeisturum Manchester City. Alls skoraði Pukki 11 mörk í 28 leikjum áður en úrvalsdeildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Hann þarf að reima á sig markaskóna þegar deildin fer aftur af stað þann 17. júní en Norwich er í neðsta sæti deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sjá meira