Ásókn í auðlindir Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 2. júní 2020 09:00 Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Alþingi Mest lesið Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Sjá meira
Við verðum að búa svo um hnútana að náttúruauðlindir okkar nýtist kynslóðum landsins hverju sinni og að aðgengi að þeim sé tryggt með sjálfbærum nýtingarétti til takmarkaðs tíma í senn. Þrátt fyrir hraðar samfélagsbreytingar þá er undirstaða efnahags okkar auðlindanýting. Hvort sem um er að ræða nýtingu á gjöfulum sjávarmiðum, sölu á endurnýjanlegri raforku til stóriðju eða komu ferðamanna til að sjá stórbrotna náttúru landsins. Við berum ábyrgð á því að nýta auðlindir okkar á skynsaman og hagkvæman hátt samhliða því að fólkið í landinu upplifi að nýtingin sé sanngjörn, gagnsæ og sjálfbær og skili arði til samfélagsins. Við getum ekki horft upp á að auðmenn sölsi undir sig jarðir, vatnsföll, orkuauðlindir og sjávarauðlindina án þess að tekið sé til varnar fyrir land og þjóð. Sjálfstæði hverrar þjóðar byggist m.a. á að geta haft fullan yfirráðarétt yfir sinni auðlindanýtingu og að eignarhald færist ekki á hendur þeim sem bera enga samfélagslega ábyrgð heldur séu reknir áfram af auðsöfnun og græðgi. Afleiðingar þessa eru ójöfnuður og byggðaröskun, auðlindirnar færast frá þeim sem byggja afkomu sína á auðlindanýtingu í sínu nærumhverfi og rétturinn er tekinn frá komandi kynslóðum á að geta nýtt auðlindirnar í sínu nærumhverfi með sjálfbærum hætti. Tryggja þarf sem best að land sem er nytsamlegt til matvælaframleiðslu verði ekki tekið til annara nota með varanlegum hætti því öflug matvælaframleiðsla er okkur mjög dýrmæt til að tryggja matvælaöryggi. Peningaöflin ásælast mjög okkar vistvænu orku og uppkaup auðmanna á laxveiðijörðum eru dæmi um ásælni og græðgi í yfirráð yfir verðmætum sem hafa verið mikill stuðningur við búsetu í sveitum landsins. Sumargjafir eigenda stærsta útgerðarfélags landsins til afkomenda sinna er sláandi dæmi um hvernig við erum komin á villigötur í að færa eignarhald á endurnýjanlegri sameign þjóðarinnar, sjávarauðlindinni á milli kynslóða sem hafa ekkert meiri rétt til þessara fjármuna en Jón og Gunna sem byggja Ísland. Hvað er til ráða? Alþingi er með til meðferðar mikilvæg frumvörp sem eru skref í rétta átt í nýtingu auðlinda. Þar má nefna frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um eignarráð og nýtingu fasteigna annars vegar og frumvarp um minnihlutavernd í veiðifélögum hins vegar. Óheft framsal kvótakerfisins hefur bitnað harkalega á mörgum sjávarbyggðum og ýtt undir fólksfækkun. Mikil verðmætasköpun hefur átt sér stað í sjávarútvegi í skjóli hagræðingar og samþjöppunar á kostnað félagslegra- og byggðarsjónarmiða. Fáir einstaklingar og fyrirtæki hafa grætt á tá og fingri á kostnað nýliðunar í atvinnugreininni og atvinnuöryggis íbúa sjávarbyggðanna. Það er aldrei mikilvægara en nú að koma auðlindarákvæði í stjórnarskrá og festa í sessi að landsréttindi og auðlindir á láði og í legi sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu í eign íslensku þjóðarinnar. Ásælni í auðlindir þjóða er alþjóðlegt vandamál. Hún grefur undan lýðræði og möguleikum þjóða til að tryggja efnahagslegt sjálfstæði, sjálfbæra nýtingu og að afraksturinn af nýtingu auðlindanna renni til fólksins sem byggir landið. Þessari hættulegu þróun eigum við að berjast gegn og klára sem fyrst þau mál sem bíða afgreiðslu Alþingis. Höfundur er þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun