Alþjóðlegt crossfitmót átti að fara fram í Reykjavík í sumar en nú er ljóst að hætta þarf við mótið vegna kórónufaraldursins. Tilkynning þess efnis var gefin út í gær.
Upphaflega hafði mótið verið fært til 26. og 28. júní í þeirri von um að áhrif kórónufaraldursins væru farin að dvína en vegna ferða- og fjöldatakmarkana hafa skipuleggjendur mótsins ákveðið að aflýsa því að svo stöddu.
Í tilkynningu á Facebook-síðu mótsins kemur fram að það muni fara fram á næsta ári.
Annie Mist Þórisdóttir mætti á blaðamannafund í tengslum við Reykjavíkurleikana í janúar á þessu ári til að kynna mótið.