Viðskipti innlent

Bókabúð Máls og menningar lokað um óákveðinn tíma

Andri Eysteinsson skrifar
Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi hefur veirð lokað.
Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi hefur veirð lokað. Skjáskot

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skuli bókabúð Máls og menningar á Laugarvegi um óákveðinn tíma, sömu sögu er að segja um kaffihús rekið í sama húsnæði.

Greint er frá lokuninni á Facebook-síðu verslunarinnar en þar þakkar starfsfólk viðskiptavinum fyrir sýndan skilning og er ónæðið sem skapast af lokuninni afsakað. Þá segir einnig að greint verði frá enduropnun verslunarinnar á samfélagsmiðlum þegar þar að kemur.

Í samtali við mbl.is sagði annar eigenda verslunarinnar, Arndís Björg Sigurgeirsdóttir að lokunin væri tímabundin eð ekki væri hægt að gefa frekari upplýsingar að svo stöddu.

Bókabúð Máls og menningar var stofnuð árið 1940 og var lengst af í eigu samnefnds útgáfufélags. Verslunin sem hefur verið til húsa á Laugarvegi er þó alls ótengt bókaforlaginu Máli og menningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×