Græna planið Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifa 2. júní 2020 17:00 Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Skipulag Reykjavík Mest lesið Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun