Græna planið Dóra Björt Guðjónsdóttir og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifa 2. júní 2020 17:00 Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir Umhverfismál Skipulag Reykjavík Mest lesið Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Sjá meira
Rétt í þessu var tillaga meirihlutans í borgarstjórn um Græna planið samþykkt á borgarstjórnarfundi. Með Græna planinu erum við að gera loftslagsmálin að leiðarstefi við alla ákvarðanatöku. Að fjárfestingar séu metnar út frá losun gróðurhúsalofttegunda og þær upplýsingar nýttar við forgangsröðun innviðauppbyggingar. Þannig tökum við upplýsta ákvörðun um að byggja upp kolefnishlutlausa borg. Við megum engan tíma missa því jafnrétti kynslóðanna er í húfi. Reykjavík er með þessu að taka forystu í loftslagsmálunum á Íslandi. Endurreisn landsins eftir heimsfaraldur kallar á viðbrögð yfirvalda. Svar okkar eru grænar áherslur og grænar ákvarðanir. Þær veita þá efnahagslegu viðspyrnu sem borgin og landið þarf á að halda. Í Græna planinu erum við erum að veita jarðvegi grænna og frjórra starfa næringu með grænni nýsköpun og að innleiða græna upplýsingatækni. Rafvæðing og nútímavæðing þjónustu sparar okkur sporin og gerir pappírsvinnslu óþarfa og dregur þar með úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á sama tíma erum við að skapa samkeppnishæfa borg. Því unga fólk vill ekki bara störf sem eru frek á náttúruauðlindir. Unga fólkið er menntaðasta kynslóð sem hefur byggt þetta land. Við þurfum að taka mið af því og beisla þá auðlind og þann kraft. Það þarf ekki alltaf að virkja fossa til þess að skapa orku og verðmæti. Við getum einfaldlega virkjað hugvitið. Það er vandasamt verk að leiða innviðauppbyggingu fyrir framtíðina. Framtíð sem við getum ekki séð fyrir að öllu leyti. Við þurfum að vera kvik, sveigjanleg og opin. Það er lykillinn að góðu nýsköpunarsamfélagi og það er lykillinn að framtíðinni. Til að ná markmiðinu um að verða kolefnishlutlaus borg verðum við einfaldlega að leita lausna í sameiningu. Stærstu áskoranir nútímans eru það flóknar að það verður að vinna saman að lausnum og er loftslagsvandinn kannski eitt besta dæmið. Þrátt fyrir nauðsyn sameiginlegs átaks er mikilvægt að halda til haga að það er á ábyrgð yfirvalda að upplýsa og fræða, að skipuleggja og fjárfesta, að byggja og breyta. Þegar kemur að umhverfismálum er ábyrgðin fyrst og fremst yfirvalda. Til að standast Parísarsáttmálann getum við ekki leyft okkur að krossleggja einfaldlega fingur og vona að allir borgarbúar geti keypt sér nýja Teslu eða að sjálfkeyrandi bílar leysi allan vanda. Við þurfum að skapa raunverulega valkosti fyrir borgarbúa. Það gerum við með því að setja aukinn kraft í uppbyggingu Borgarlínu, með því að gera ennþá fleiri hjólastíga, með því að endurhanna gatnamót og götur með gangandi og hjólandi í forgangi með grænum götum, auknum gróðri og með því að tengja saman græn svæði borgarinnar. Fyrir líffræðilegan fjölbreytileika með dýrum stórum og smáum. Við þurfum að taka stór og markviss skref í átt að kolefnishlutleysi. Tíminn er á þrotum. Nú er tími aðgerða. Höfundar eru Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður mannréttinda-, nýsköpunar og lýðræðisráðs Reykjavíkur og Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun