Heggur sú er hlífa skyldi Vilhjálmur Árnason skrifar 2. júní 2020 16:00 Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Árnason Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Sú var tíðin að afkoma þjóðarinnar réðst af því hvernig áraði í sjávarútvegi og landbúnaði. Ferðaþjónusta var þá atvinnuvegur sem ýmsir nefndu sem „eitthvað annað“ en hafði litla vigt í stóra samhenginu. Eftir Eyjafjallajökulsgosið 2010 varð ferðamannasprenging á Íslandi sem dreifðist yfir allt árið, m.a. vegna þess að stjórnvöld tóku þátt í að skapa góð rekstrarskilyrði og ferðaþjónustan varð einn helsti atvinnuvegur landsins. Björgunarbáturinn sem beðið hafði verið eftir frá bankahruni 2008. Ferðaþjónustan er öflugur atvinnuvegur þar sem þrífast fjölmörg fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum og þúsundir landsmanna eiga afkomu sína undir. Við eigum ferðaþjónustunni margt að þakka og verðum eftir bestu getu að styðja hana í gegnum erfiða tíma. Þess vegna sló það mig að lesa eftirfarandi á fasbókarsíðu Oddnýjar Harðardóttir þingmanns Samfylkingar: „Ég hef frá því að vöxtur ferðaþjónustunnar hófst, gagnrýnt að ferðaþjónustunni hafi verið færðir sérstakir skattastyrkir sem hvati til vaxtar. Úr varð ósjálfbær vöxtur. Ég veit að núna er ekki rétti tíminn í hræðilegu atvinnuleysi og gjaldþrotum ferðaþjónustufyrirtækja, að segja ,,sagði ég ekki". En það er samt næstum komið fram á varirnar.“ Þarna talar þingmaður Suðurkjördæmis – þar sem ferðaþjónustan hefur blómgast hvað best undanfarin ár og þar sem fólk býr nú við 30% atvinnuleysi vegna hruns í ferðaþjónustu. Hvernig getur Oddný Harðardóttir látið annað eins frá sér? Það hlakkar í þingmanni Samfylkingarinnar yfir óförum ferðaþjónustunnar sem hefur ekkert með meinta ósjálfbærni greinarinnar að gera heldur heimsfaraldur sem hefur lamað ferðaþjónustu á heimsvísu. Þetta veit hvert mannsbarn - nema téður þingmaður. Það er ekkert nýtt að þingmenn Samfylkingar sjái ofsjónum yfir stuðningi við atvinnulífið og vilji skattleggja upp í topp hvern þann sem hagnast af starfsemi sinni. En að leggjast svo lágt að sparka í ferðaþjónustuna meðan hún steinliggur til þess eins að upphefja eigið pólitíska egó hlýtur að vera einhvers konar met í þeim efnum. Við sjáum að heimsfjölmiðlar fjalla lofsamlega um árangur Íslands í baráttunni við Covid19. Það verður forsenda nýrrar viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Ríkisstjórnin mun áfram styðja ferðaþjónustuna með öflugu markaðsátaki þegar millilandasamgöngur komast í eðlilegra horf. Þegar hagur vænkast á ný skulum við einmitt spyrja að leikslokum; „sagði ég ekki?“ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar