Innlent

Hlaupbjarnabófi játaði sök

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Stúlkurnar héldu að hlaupbangsarnir væru hefðbundið sælgæti.
Stúlkurnar héldu að hlaupbangsarnir væru hefðbundið sælgæti.

Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á Suðurnesjum í gær vegna gruns um að hann hafi selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. Maðurinn játaði sök, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum.

Greint var frá því í apríl að tvær unglingsstúlkur hefðu veikst hastarlega eftir að hafa borðað hlaupbangsa sem innihéldu kannabisefni og morfín. Stúlkurnar stóðu í þeirri trú að bangsarnir væru hefðbundið sælgæti og þáðu þá af ungum manni. Sá hafði keypt bangsana af eldri manni.

Maðurinn var loks handtekinn í gær og lögregla gerði jafnframt húsleit á heimili hans. Þar fundust tól og tæki til fíkniefnaframleiðslu, þar á meðal framleiðslu á hlaupböngsum. Maðurinn játaði að hafa framleitt fíkniefni og selt þau um skeið. Hann hefur ekki komið við sögu lögreglu áður vegna fíkniefnamála. Rannsókn málsins er á lokastigi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×