Helena setur ekki neina dagsetningu á endurkomuna Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 19:00 Helena í viðtalinu í dag en hún er af mörgum talin besta íslenska körfuboltakona sögunnar. vísir/s2s Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Helena Sverrisdóttir, spilandi aðstoðarþjálfari deildarmeistara Vals í körfubolta, ætlar ekki að setja neina dagsetningu á það hvenær hún ætli sér að snúa aftur á völlinn eftir barnsburð en stefnir á það að vera klár fyrir úrslitakeppnina á komandi leiktíð. Helena var í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum þar sem hún fór yfir hvað bíður hennar á næstu vikum og mánuðum en hún er nýráðin aðstoðarþjálfari Vals og aðstoðar þar Ólaf Jónas Sigurðsson sem tók við liðinu í sumar. „Ég réð mig sem aðstoðarþjálfara svo ég verð mikið í kringum liðið. Ég get ekki spilað fyrir áramót en ég er sett í byrjun desember svo einhvern tímann eftir áramót get ég verið komin aftur,“ segir Helena sem vonast til þess að vera eins lengi á hliðarlínunni og hægt er fram að jólum. „Ég geri mér fulla grein fyrir því að heilsan mun ráða þessu og hvernig líkaminn bregst við. Vonandi get ég verið eins mikið inn í þessu og hægt er.“ Helena og eiginmaður hennar, Finnur Atli Magnússon, eru að eignast sitt annað barn og Helena þekkir því hvernig er að fara í gegnum það að eignast barn og komast svo aftur út á körfuboltavöllinn með góðum árangri. „Ég veit ekki hvort að þetta verði auðveldara. Ég er náttúrlega orðinn fjórum árum eldri en eiginmaður minn er styrktarþjálfari og mágkona mín er sjúkraþjálfari. Ég hef svo gert þetta einu sinni áður og vonandi get ég nýtt mér þeirra reynslu og fræðslu og komast vel í gegnum þetta,“ en hún vil ekki nefna neina dagsetningu hvenær hún ætlar sér að snúa aftur. „Ég ætla ekki að setja pressu á það sjálf. Þetta snýst allt um það hvernig þetta gengur og fæðingin verður. Mér finnst voðalega erfitt að segja 1. janúar eða 1. febrúar eða eitthvað svoleiðis. Vonandi næ ég allavega skemmtilegasta partinum af tímabilinu sem er seinna um vorið. Ég ætla ekki að setja neina dagsetningu og ætla að láta þetta spilast af því hvernig líkaminn verður. Vonandi get ég verið dugleg að æfa á meðgöngunni. Það gekk ágætlega síðast og er að ganga vel núna svo þetta snýst allt um hvernig heilsan verður,“ sagði Helena. Allt viðtalið má sjá í heildinni hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn: Helena Sverrisdóttir
Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Valur Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik