Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Lögregluofbeldi og kynþáttafordómum var mótmælt áfram í Bandaríkjunum í dag, áttunda daginn í röð. Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Donald Trump forseta greinir á um hvort beita eigi hernum gegn mótmælendum.

Einnig var mótmælt á Íslandi í dag en fjöldi fólks kom saman á Austurvelli síðdegis til að sýna samstöðu. Fjallað verður um mótmælin hér á landi og erlendis í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Þá segjum við frá því að íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hafi verið handtekinn á Suðurnesjum í gær, grunaður um að hafa selt hlaupbangsa sem innihéldu fíkniefni. Maðurinn játaði sök.

Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Rætt verður við talsmann borgarstjórnarmeirihlutans í fréttatímanum sem hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×