Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Nýja hverfið rís austan við núverandi byggð í Skerjafirði. Hér má sjá fyrri áfanga en síðari áfangi verður að hluta á uppfyllingu. Mynd/Reykjavíkurborg. Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Sjá meira
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30