Þúsundir Breta hyggja á vetrarferð til Íslands Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. júní 2020 07:24 Framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Snæland-Grímssonar segir þúsundir breskra ferðamanna stefna hingað til lands í vetur. Vísir/Vilhelm Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Breskir ferðamenn í þúsundatali hafa bókað ferðir hingað til lands næsta vetur í gegnum ferðaskrifstofuna Tui. Þetta hefur Morgunblaðið eftir Hallgrími Lárussyni, framkvæmdastjóra ferðaþjónustufyrirtækisins Snæland-Grímssonar. Fyrirtækið er samstarfsaðili Tui, sem er stærsta ferðaskrifstofa í heimi og flytur tugi þúsunda ferðamanna hingað til lands á ári hverju. Hallgrímur segir breska ferðamenn hafa sérstakan áhuga á Íslandi yfir vetrartímann. Spila norðurljósin þar stórt hlutverk. Hann segir fólk í ferðaþjónustu vera farið að sjá til sólar, og að mikið af fyrirspurnum frá erlendum ferðaskrifstofum hafi borist til fyrirtækis hans. Hallgrímur segist binda töluverðar vonir við að umferð ferðamanna hingað til lands verði talsverð í vetur. Hann sé bjartsýnn, þó kórónuveirufaraldurinn hafi, líkt og annars staðar í ferðaþjónustu, valdið samdrætti í sölu. Sérstaklega segir Hallgrímur að viðskiptavinir sínir í Þýskalandi séu orðnir óþreyjufullir að geta boðið upp á ferðir til Íslands, en ferðatakmörkunum frá Þýskalandi til Íslands verður aflétt 15. júní næstkomandi. Þá segir hann að margir ferðamenn sem átt hafi ferðir hingað til lands í sumar hafi fært þær fram á haust, frekar en að afbóka. Hann segir áhuga ferðamanna á Íslandi vera mikinn, og telur að umfjöllun um viðbrögð stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins við kórónuveirufaraldrinum hafi skilað sér út á ferðamannamarkaðinn.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira