Knattspyrnumenn í þremur af fimm bestu deildum Evrópu hafa snúið aftur til æfinga á síðustu dögum og það eru auðvitað liðnir næstum því þrír mánuðir síðan að þeir spiluðu síðast fótboltaleik.
Liðin í Englandi, á Ítalíu og á Spáni, þurftu því nokkrar vikur til að koma mannskapnum sínum aftur í form. Það er samt einn leikmaður sem virðist hafa komið sér í betra form úr sóttkví sinni.
Cristiano Ronaldo completed all the extra fitness tests and his results were higher than before lockdown. ??
— SPORTbible (@sportbible) June 3, 2020
35-years-old and showing no signs of slowing down! ?? https://t.co/UQFP0mcZ6e
Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo var svo ákafur að koma aftur til baka að hann mætti fjórum klukkutímum fyrir áætlaðan æfingatíma. Liðsfélagar hans misstu því alveg af því að sjá í hversu frábæru formi kappinn er.
Ronaldo var settur í hin ýmsu próf til að kanna stöðuna á honum og samkvæmt frétt spænska blaðsins AS þá voru niðurstöðurnar ekkert slor. Í ljós kom að Cristiano Ronaldo kom til baka í betra líkamlegu formi en hann var í fyrir COVID-19 hlé.
Cristiano Ronaldo turned up to Juventus training 4 hours early yesterday.
— Footy Accumulators (@FootyAccums) June 4, 2020
And results from various fitness tests showed he was actually fitter than he was before the season was paused.
The guy is an absolute MACHINE! pic.twitter.com/lf2jF3WfvS
Eins og aðdáendur hans hafa fengið að fylgjast aðeins með á samfélagsmiðlum þá hefur Ronaldo æft vel í hléinu. Þær myndir hafa greinilega verið veruleikinn en ekki einhver sýndarmennska.
Ronaldo er 35 ára gamall en hefur gefið lítið eftir inn á vellinum. Hann sýnir líka með þessum metnaði að hann er ekkert að fara neitt á næstunni.
Einkaþjálfararnir eiga í mestum vandræðunum að koma í veg fyrir það að hann æfi hreinlega of mikið.