Innlent

Bein útsending: Koffínneysla ungmenna

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Það er oft koffín í kaffi.
Það er oft koffín í kaffi. Vísir/Getty

Dr. Álfgeir Logi Kristjánsson, dósent við West Virginia háskóla í Bandaríkjunum og sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu (R&G) mun í hádeginu í dag klukkan 12 fjalla um niðurstöður úr nýjustu Ungt fólk rannsókninni sem lögð var fyrir meðal nemenda efstu bekkjum grunnskóla nýverið. Í dag verður fjallað um koffínneyslu ungmenna.

Fyrirlesturinn er annar af fimm fyrirlestrum sem greina frá afmörkuðum þáttum rannsóknarinnar Ungt fólk sem gerð hefur verið með reglulegu millibili af R&G frá aldamótum. 

Álfgeir mun í stuttu máli fara yfir áhrif koffíns á líkamlega og andlega líðan, nefna helstu fæðutegundir sem innihalda koffín, og útskýra hve mikið koffín dæmigerður neytandi notar.

Þá mun hann lýsa niðurbroti koffíns í líkamanum, fráhvarfseinkennum og tímabili þeirra. Inntak fyrirlestursins verður um nýjar og nýlegar rannsóknir á áhrifum og tengslum koffíns við hegðun og líðan unglinga. Fyrirlesturinn fer fram á ensku og má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×