Ísland veitir hálfum milljarði í þróun á bóluefni Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. júní 2020 17:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/vilhelm Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Ísland mun veita hálfum milljarði króna í þróun á bóluefni en féð mun renna til sérstaks aðgerðabandalags fjölmargra ríkja, fyrirtækja og stofnana. Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á ráðstefnu bólusetningarbandalagsins Gavi í dag. Gavi miðar að því að hraða þróun, framleiðslu og dreifingu á bóluefni við kórónuveirunni og var stofnað fyrir rúmum mánuði. Markmið þess er jafnframt að stuðla að sýnatökum og meðferðarúrræðum fyrir alla, óháð búsetu og efnahag, að því er fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Framlag Íslands skiptist þannig að 250 milljónir króna fara til bólusetningarbandalagsins Gavi og sama upphæð til CEPI (e. Coalition for Epidemic Preparedness Innovation), samstarfsvettvangs fyrirtækja og opinberra aðila um viðbúnað gegn farsóttum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fjarráðstefnunni í dag.Forsætisráðuneytið Fjölmargar alþjóðastofnanir og sjóðir á sviði heilbrigðismála, auk Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar standa að aðgerðabandalaginu og hefur fjöldi ríkja tilkynnt um framlög til mismunandi stofnana undir hatti þess, að því er segir í tilkynningu. Þannig hafa Norðmenn lofað milljarði Bandaríkjadala og Bandaríkin, Bretland, Kanada og Þýskaland lofað hundruðum milljóna Bandaríkjadala. Í tilkynningu segir að forsætisráðherra hafi í ræðu sinni lagt áherslu á jafnan aðgang allra að heilsugæslu og öruggum bóluefnum óháð kyni, efnahag og búsetu. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, boðaði til ráðstefnunnar sem fór fram í gegnum fjarfundarbúnað. Bill Gates, stofnandi Microsoft, var ávarpaði ráðstefnuna líkt og Katrín en stofnun Bill og Melindu Gates hefur heitið 250 milljónum Bandaríkjadala í baráttunni gegn COVID-19. „Markmið Gavi ráðstefnunnar í dag var að safna samtals 7,4 milljörðum Bandaríkjadala og náðist það og gott betur því alls söfnuðust 8.8 milljarðar,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24 Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13 Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Fleiri fréttir Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Sjá meira
Bjartsýn á að bóluefni geti verið tilbúið fyrir áramót Bjartsýni ríkir um að bóluefni gegn kórónuveirunni verið tilbúið fyrir áramót. Tíu tegundir eru komnar til prófunar og gengur þróunin hraðar en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. 31. maí 2020 20:24
Útbreiddur faraldur ólíklegur en líkur á einstaka smitum Sóttvarnalæknir segir ólíklegt að útbreiddur faraldur fari um landið en líkur séu á einstaka smitum í framtíðinni. Hann sagði þá vert að svara nokkrum spurningum þegar framtíðarhorfum Íslands vegna kórónuveirufaraldursins er velt fyrir sér. 28. maí 2020 21:13
Veiran á svo hröðu undanhaldi að hún setur framtíð Oxford-bóluefnis í uppnám Bóluefnissérfræðingur og yfirmaður Jenner-stofnunarinnar við hinn breska Oxford-háskóla segir aðeins helmingslíkur á því að bóluefni sem stofnunin þróar nú við nýju kórónuveirunni virki sem skyldi. 25. maí 2020 09:05