Meistarakeppni KSÍ fer fram um helgina er Íslandsmeistarar KR fá bikarmeistara Víkinga í heimsókn en leikið verður á iðagrænum Meistaravöllum.
Guðjón Guðmundsson, Gaupinn, heimsótti völlinn í dag þar sem leikið verður á sunnudaginn en Magnús Valur Böðvarsson, Maggi Bö, vallarstjóri þar á bæ var þar að gera allt klárt fyrir sunnudaginn.
Maggi sagði að það væri nóg að gera hjá sér fyrir leiki og að völlurinn væri allur að taka á sig mynd. Hann segir að stefnan sé að vera með besta völlinn á Íslandi og bætti við:
„Til þess var ég fenginn hingað,“ sagði Maggi en áður var hann vallarstjóri á Kópavogsvelli.
Þetta frábæra innslag má sjá í heild sinni hér að neðan.